Enski boltinn

Ferguson: Tímabilið undir á næstu vikum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að fram undan séu afar skemmtilegar og krefjandi vikur sem muni ráða úrslitum á tímabilinu hjá liðinu.

Man. Utd er á ferðinni í Meistaradeildinni í kvöld og á svo leik gegn Arsenal í bikarnum fljótlega. Einnig er liðið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og þarf að gæta að sér.

"Það er engin spurning að næstu vikur eru gríðarlega mikilvægar. Við eigum fjóra útileiki í röð sem er mikil áskorun fyrir okkur. Þetta eru allt frábærir leikir og þetta er tími sem við eigum að njóta. Leikmenn eru þess utan ekki vanir að bregðast í svona stórleikjum," sagði Ferguson.

"Við erum að nálgast þann hluta tímabilsins þar sem allir vilja vinna Man. Utd. Ég veit að mitt lið er tilbúið í slaginn. Okkar hugarfar er að vinna alla leikina. Þegar allt er undir svara stóru leikmennirnir. Þá skilar öll reynslan sér líka."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×