Enski boltinn

Dalglish og Carroll skelltu sér á Boyzone-tónleika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dalglish og Carroll á tónleikunum. Mynd/Twitter
Dalglish og Carroll á tónleikunum. Mynd/Twitter
Svo virðist vera sem Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sé ekki bara þjálfari Andy Carroll heldur sé hann einnig barnapían hans.

Breskir fjölmiðlar skilja ekkert í því af hverju Dalglish var með Carroll á Boyzone-tónleikum.

Ekki er vitað hvort annar þeirra eða báðir séu aðdáendur írsku hjartaknúsaranna en það væri talsverður álitshnekkur fyrir hinn síðhærða Carroll ef upp kæmist að Boyzone væri eitthvað sem hann hlustaði reglulega á.

Reyndar virðist tónlistarsmekkur Liverpool-manna ekki beint vera sá harðasti enda hlustar Steven Gerrard á lítið annað en Phil Collins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.