Enski boltinn

Dalglish og Carroll hittust fyrir tilviljun á Boyzone-tónleikunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kenny og Andy á tónleikunum.
Kenny og Andy á tónleikunum.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segist ekki hafa verið á stefnumóti með Andy Carroll né verið að passa hann er þeir sáust saman á Boyzone-tónleikum á mánudagskvöldið.

"Þetta var ekkert stefnumót. Ég vissi ekki af honum en hitti hann á staðnum. Ég var þarna með Marinu og mömmu hennar þannig að ég var ekki elsti maðurinn á svæðinu," sagði Kenny sem hafði gaman af ljúfum tónum írsku hjartanúsaranna.

"Þetta voru góðir tónleikar. Ronan Keating hitti mig ásamt stráknum sínum og við redduðum treyju handa honum. Hann horfði síðan á æfingu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×