Enski boltinn

Carroll spilar ekki um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Kenny Daglish, stjóri Liverpool, segir að Andy Carroll verði ekki orðinn leikfær fyrir leik liðsins gegn West Ham um helgina.

Enskir fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um að Carroll muni mögulega spila þá sinn fyrsta leik með Liverpool síðan hann var keyptur fyrir 35 milljónir punda frá Newcastle í lok janúar.

Carroll hefur átt við meiðsli að stríða og gengur endurhæfingin vel. „Hann er nálægt því að geta æft af fullum krafti en ég tel að hann sé ekki alveg tilbúinn til þess að spila enn sem komið er,“ sagði Dalglish við enska fjölmiðla. „Endurhæfingin hefur gengið eins vel og við bjuggumst við en á enn talsvert í land.“

Carroll spilað síðast á milli jóla og nýárs er Newcastle tapaði fyrir Tottenham, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×