Enski boltinn

Vildu fá 6 milljónir fyrir myndir af syni Rooney-hjónanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolla fékk myndirnar sínar aftur.
Kolla fékk myndirnar sínar aftur.
Hinir óvönduðu einstaklingar sem rændu myndavél Coleen Rooney og reyndu að kúga fé út úr henni vildu fá tæpar 6 milljónir króna í sinn hlut.

Þegar þeir höfðu samband við Coleen lét hún lögregluna vita. Lögreglan setti upp gildru fyrir glæpamennina sem endaði með þvi að tveir karlar og ein kona var handtekin.

Vélinni var stolið af henni á Black Eyed Peas tónleikum. Á vélinni voru ómetanlegar myndir af syni Rooney-hjónanna, Kai.

Málið gætu farið fyrir dóm en kúgararnir ganga lausir í augnablikinu.

Myndirnar skiluðu sér til hjónaparsins en þær voru ómetanlegar að mati Rooney-hjónanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×