Naktir Norðlendingar vekja heimsathygli Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. febrúar 2011 13:45 Bændurnir hafa vakið athygli víða Þess verður eflaust eitthvað beðið að nekt norðlenskra bænda verði ein af stoðum íslensks útflutnings. Engu að síður vöktu fréttir Vísis af því að bændur fyrir norðan hefðu ákveðið að setja upp leikritið Með fullri reisn og gefa út dagatal svo mikla athygli að fyrirspurnir um dagatalið eru farnar að berast víðsvegar að úr heiminum. Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri sýningarinnar, segir að bændurnir séu himinlifandi yfir móttökunum. „Eftir þessa frétt á Vísi gerðist þetta mjög hratt allt saman og það er búið að panta dagatalið frá Bandaríkjunum og Kanada líka," segir Jón Gunnar. Það séu ekki endilega Íslendingar sem eru búsettir erlendis sem panti dagatalið. „Vísisfréttin var þýdd á IcelandReview og það voru erlendir fjölmiðlar sem tóku fréttina þaðan og settu á síðuna sína," segir Jón Gunnar til útskýringar á áhuga útlendinga á bændunum. Hann segir að fréttin hafi líka birst í breskum fjölmiðlum. „Þetta er búið að vera skemmtilegur tími hjá bændunum," segir Jón Gunnar, sem viðurkennir að þeir séu orðnir aðalskemmtiefni á Akureyri og víðar. „Þeir komu á Götubarinn um síðustu helgi og allir vita hverjir þeir eru," segir Jón Gunnar. Hann bætir við að á hverju kvöldi, þegar bændurnir hittist, hafi þeir nýjar sögur að segja af viðtökunum. Vika er í frumsýningu og Jón Gunnar segir að æfingar gangi vel. Þá munu bændurnir árita dagatölin á Glerártorgi á Akureyri á laugardag milli tvö og fjögur. Tengdar fréttir Naktir bændur á Norðurlandi Bændur í Hörgárdalnum hafa ákveðið að setja upp nýja staðfærða sýningu á verkinu Með fullri reisn, sem kallast Full Monty á frummálinu. Verkið verður frumsýnt í næsta mánuði. 9. febrúar 2011 13:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þess verður eflaust eitthvað beðið að nekt norðlenskra bænda verði ein af stoðum íslensks útflutnings. Engu að síður vöktu fréttir Vísis af því að bændur fyrir norðan hefðu ákveðið að setja upp leikritið Með fullri reisn og gefa út dagatal svo mikla athygli að fyrirspurnir um dagatalið eru farnar að berast víðsvegar að úr heiminum. Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri sýningarinnar, segir að bændurnir séu himinlifandi yfir móttökunum. „Eftir þessa frétt á Vísi gerðist þetta mjög hratt allt saman og það er búið að panta dagatalið frá Bandaríkjunum og Kanada líka," segir Jón Gunnar. Það séu ekki endilega Íslendingar sem eru búsettir erlendis sem panti dagatalið. „Vísisfréttin var þýdd á IcelandReview og það voru erlendir fjölmiðlar sem tóku fréttina þaðan og settu á síðuna sína," segir Jón Gunnar til útskýringar á áhuga útlendinga á bændunum. Hann segir að fréttin hafi líka birst í breskum fjölmiðlum. „Þetta er búið að vera skemmtilegur tími hjá bændunum," segir Jón Gunnar, sem viðurkennir að þeir séu orðnir aðalskemmtiefni á Akureyri og víðar. „Þeir komu á Götubarinn um síðustu helgi og allir vita hverjir þeir eru," segir Jón Gunnar. Hann bætir við að á hverju kvöldi, þegar bændurnir hittist, hafi þeir nýjar sögur að segja af viðtökunum. Vika er í frumsýningu og Jón Gunnar segir að æfingar gangi vel. Þá munu bændurnir árita dagatölin á Glerártorgi á Akureyri á laugardag milli tvö og fjögur.
Tengdar fréttir Naktir bændur á Norðurlandi Bændur í Hörgárdalnum hafa ákveðið að setja upp nýja staðfærða sýningu á verkinu Með fullri reisn, sem kallast Full Monty á frummálinu. Verkið verður frumsýnt í næsta mánuði. 9. febrúar 2011 13:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Naktir bændur á Norðurlandi Bændur í Hörgárdalnum hafa ákveðið að setja upp nýja staðfærða sýningu á verkinu Með fullri reisn, sem kallast Full Monty á frummálinu. Verkið verður frumsýnt í næsta mánuði. 9. febrúar 2011 13:34