Enski boltinn

Fabregas fær ekki að leiða Arsenal til leiks á Wembley

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spánverjinn Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, þarf að bíta í það súra epli að fylgjast með úrslitum deildarbikarsins úr stúkunni þar sem hann er meiddur.

Fabregas meiddist gegn Stoke á miðvikudag en var samt bjartsýnn á að ná leiknum. Nú er aftur á móti orðið ljóst að hann nær ekki leiknum.

"Þetta eru ekki mikil meiðsli en það er samt klárt að Cesc spilar ekki á sunnudaginn," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

"Hann er eðlilega svekktur og við finnum allir til með honum. Eina sem við getum gert til að hjálpa honum er að vinna leikinn."

Wenger er þrátt fyrir meiðslin bjartsýnn á að Fabregas geti spilað seinni leikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×