Enski boltinn

Beckham ánægður með vistina hjá Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Becks á æfingu með Spurs.
Becks á æfingu með Spurs.
David Beckham hefur trú á því að vistin hjá Tottenham eigi eftir að skila sér í betri leik hjá sér og þar af leiðandi græði félag hans, LA Galaxy, á því að hann hafi verið í London að æfa.

Beckham æfði með Spurs í sex vikur en fékk ekki að spila með liðinu eins og hann hafði vonast til.

"Mitt eina markmið var að komast í fínt form fyrir Galaxy. Ég er þakkátur Harry Redknapp og hans fólki fyrir það hvernig það tók á móti mér," sagði Beckham.

"Ef ég hefði fengið tækifæri til þess að spila þá hefði ég nýtt mér það. Aðalmálið var samt að æfa í stað þess að sitja heima og gera ekki neitt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×