Enski boltinn

Tiote gerir langan samning við Newcastle

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cheik Tiote.
Cheik Tiote.
Cheik Tiote, miðjumaður Newcastle, er augljóslega ekki á förum frá félaginu því hann er búinn að skrifa undir nýjan samning. Nýi samningurinn hljóðar upp á sex og hálft ár.

Tiote kom til félagsins í sumar frá Twente og þykir hafa staðið sig virkilega vel. Fílbeinsstrendingurinn er orðinn lykilmaður hjá félaginu og fer ekkert fyrr en i fyrsta lagi 2017.

"Ég er mjög glaður með nýja samninginn. Reynslan af því að spila í ensku úrvalsdeildinni er betri en ég lét mig dreyma um. Þetta er frábært félag og stuðningsmennirnir magnaðir," sagði Tiote.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×