Enski boltinn

Hutton á förum eftir rifrildi við Redknapp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hutton í leiknum örlagaríka sem var líklega hans síðasti leikur fyrir Spurs.
Hutton í leiknum örlagaríka sem var líklega hans síðasti leikur fyrir Spurs.
Alan Hutton, bakvörður Tottenham, er á förum frá félaginu í sumar. Hann lenti í heiftarlegu rifrildi við Harry Redknapp knattspyrnustjóra og þarf að borga fyrir það.

Rifrildið átti sér stað eftir 4-0 stórtap gegn Fulham. Þá hakkaði Redknapp bakvörðinn í sig inn í klefa fyrir framan aðra leikmenn. Hutton brást illa við gagnrýninni og svaraði Redknapp fullum hálsi.

Daginn eftir kallaði Redknapp í leikmanninn og fundaði með honum á skrifstofu sinni. Þar rifust þeir enn harkalegar.

Hutton hefur ekki fengið mínútu síðan og mun líklega ekki fá mínútu á vellinum það sem eftir lifir tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×