Enski boltinn

Man. Utd er ekki til sölu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Glazer-fjölskyldan er ekki vinsæl á Old Trafford.
Glazer-fjölskyldan er ekki vinsæl á Old Trafford.
Stuðningsmenn Man. Utd stukku ekki hæð sína í fullum herklæðum í dag þegar Glazer-fjölskyldan undirstrikaði að félagið væri ekki til sölu.

Hin ameríska Glazer-fjölskylda er afar óvinsæl hjá stuðningsmönnum félagsins sem vilja Kanana á brott hið fyrsta.

Ítrekaðar sögusagnir hafa verið í gangi upp á síðkastið að fjölskyldan sé við að það selja félagið en það á ekki við rök að styðjast samkvæmt fjölskyldunni.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni í dag kemur fram að engar viðræður hafi átt sér stað um sölu á félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×