Enski boltinn

Coyle: Sturridge getur orðið stórstjarna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Sturridge í leiknum í dag.
Daniel Sturridge í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Owen Coyle, stjóri Bolton, hrósaði Daniel Sturridge mikið eftir 1-1 jafntefli gegn Newcastle í dag.

Þetta var fjórða mark Sturridge í jafn mörgum leikjum með Bolton en hann er þar sem lánsmaður frá Chelsea. Hann skoraði jöfnunarmark Bolton á 38. mínútu leiksins í dag.

„Það er enginn vafi á því að hann er markaskorari af náttúrunnar hendi," sagði Coyle eftir leikinn í dag.

„En hann er meira en það og er frábær fótboltamaður. Hann getur skorað með hægri, vinstri og skalla en er líka eldfljótur og mjög klókur. Hann er mjög spennandi leikmaður," bætti hann við.

„Ég elska fótbolta og vil að mér verði skemmt á vellinum. Þegar hann fær boltann eiga allir á vellinum von á því að eitthvað spennandi gæti gerst. Það er sú tegund af leikmönnum sem við viljum vera með í ensku úrvalsdeildinni."

„Daniel á eftir að verða betri. Vonandi getum við líka eitthvað lagt af mörkum til þess," sagði Coyle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×