Enski boltinn

Rooney: Þetta er mitt lélegasta tímabil

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney hefur gengið illa að komast í gang í vetur.
Rooney hefur gengið illa að komast í gang í vetur.
Wayne Rooney, framherji Man. Utd, fer ekki í grafgötur með að núverandi tímabil sé hans lélegasta hjá félaginu. Hann hefur aldrei verið á betri launum en það verður seint sagt að hann sé að skila þeim peningum til baka.

Rooney skoraði auðvelt mark í gær gegn Wigan og mátti síðan þakka fyrir að fjúka ekki af velli er hann gaf leikmanni Wigan olnbogaskot.

"Ég verð að viðurkenna að þetta hefur verið mjög erfitt tímabil og líklega það lélegast á mínum ferli," sagði Rooney.

"Vikan þegar ég bað um félagaskiptin er eitthvað sem ég væri ekki til í að ganga í gegnum aftur. Ég gerði samt rétt í þvi að vera áfram hjá Man. Utd."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×