Enski boltinn

Nasri nálægt nýjum samningi hjá Arsenal

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Nasri er búinn að skora 14 mörk á þessari leiktíð.
Nasri er búinn að skora 14 mörk á þessari leiktíð. Getty Images
Franski miðvallaleikmaðurinn Samir Nasri er nálægt því að gera nýjan samning við Arsenal. Þessi 23 ára leikmaður á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Arsenal.

Nasri hefur leikið frábærlega á þessari leiktíð og er orðinn lykilleikmaður í liði Arsenal sem er ennþá með í öllum keppnum og mætir Birmingham í úrslitum deildarbikarsins í dag.

Sögusagnir voru um að Nasri væri búinn að samþykkja nýjan samning en umboðsmaður hans hefur dregið þær fregnir tilbaka. Búast má við að Nasri skrifi undir nýjan samning á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×