Enski boltinn

Eiður Smári á bekknum gegn City

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Eiður Smári vermir tréverkið í dag.
Eiður Smári vermir tréverkið í dag. Mynd/Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekknum hjá Fulham sem mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Eiður hefur ekki enn verið í byrjunarliðinu í ensku deildinni í vetur en hann kom til Fulham að láni í janúar frá Stoke.

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, blæs til sóknar í dag því Carlos Tevez, Mario Balotelli, og Edin Dzeko eru í byrjunarliðinu. City þarf nauðsynlega á sigri að halda í baráttu sinni um Englandsmeistaratitilinn en liðið er 11 stigum á eftir nágrönnum sínum í United.

Fulham er í 15. sæti með 31 stig, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Sigur er í dag er því mikilvægur hjá Eiði og félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×