Enski boltinn

Eiður Smári lék ellefu mínútur í jafntefli við City

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Carlos Tevez umkringdur í leiknum í dag.
Carlos Tevez umkringdur í leiknum í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eiður Smári Guðjohnsen var á bekknum hjá Fulham en kom inn á sem varamaður fyrir Andy Johnson þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum og átti ágæta spretti.

Mario Balotelli kom heimamönnum í City yfir á 26. mínútu með góðu skoti utan teigs eftir sendingu frá Carlos Tevez. Damien Duff jafnaði leikinn fyrir Fulham á 48. mínútu með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Andy Johnson.

City er í þriðja sæti ensku deildarinnar með 50 stigum og er tíu stigum á eftir Man Utd. sem er efst í deildinni. Fulham er í 13. sæti með 32 stig og eru fjórum stigum frá fallsæti.

Man. City 1-1 Fulham

1-0 Mario Balotelli ('26)

1-1 Damien Duff ('48)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×