Fótbolti

Íslandsvinurinn Jon Dahl Tomasson leggur skóna á hilluna

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jon Dahl Tomasson er hættur sem atvinnumaður í fótbolta vegna meiðsla.
Jon Dahl Tomasson er hættur sem atvinnumaður í fótbolta vegna meiðsla. Nordic Photos/Getty Images
Hollenskir fjölmiðlar greina frá því að sanski landsliðsframherjinn Jon Dahl Tomasson hafi lagt fótboltaskóna á hilluna og mun Tomasson greina frá ákvörðun sinni á fundi með fréttamönnum í dag. Tomasson á ættir að rekja til Íslands en hann er 34 ára gamall og hefur ekkert leikið með Feyenoord í Hollandi á þessu tímabili vegna meiðsla.

Tomasson hefur komið víða við á ferlinum en hann átti sín bestu ár með Feyenoord áður hann fór til AC Milan á Ítalíu. Tomasson lék 112 A-landsleiki og skoraði hann 52 mörk fyrir Dani. Hann lék með eftirtöldum liðum: Køge BK (Danmörku), Heerenveen (Holland), Newcastle (England), Feyenoord (Holland), AC Milan (Ítalíu), Stuttgart (Þýskaland), Villarreal (Spánn) og Feyenoord.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×