Enski boltinn

Markakóngur til Swansea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Graham fagnar marki í leik með Watford
Graham fagnar marki í leik með Watford Mynd/Getty Images
Welska knattspyrnuliðið Swansea sem nýverið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni hefur fest kaup á Danny Graham frá Watford. Kaupverðið er 3.5 milljónir punda. Graham varð markakóngur Championship-deildarinnar á síðasta ári og hafði verið orðaður við brotthvarf frá Watford.

Graham skrifaði undir fjögurra ára samning við Swansea. Hann er 25 ára gamall hefur reynslu af því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann var á mála hjá Middlesboro á sínum tíma og skoraði eitt mark fyrir liðið tímabilið 2004-2005.

Kaupin á Graham eru þau fyrstu sem Brendan Rogers þjálfari Swansea gerir síðan félagsskiptaglugginn var opnaður. Swansea er fyrsta knattspyrnuliðið frá Wales sem kemst í ensku úrvalsdeildina og líklegt að Rogers þurfi að styrkja leikmannahóp sinn ætli liðið að halda sér á meðal þeirra bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×