Fótbolti

Stuðningsmaður Wales lést í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Wales á leiknum í kvöld.
Stuðningsmenn Wales á leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
44 ára gamall karlamaður lést í kvöld eftir að hafa hlotið höfuðáverka skömmu fyrir landsleik Englands og Wales á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Talið er að maðurinn sé stuðningsmaður velska landsliðsins.

Atvikið átti sér stað skömmu fyrir leikinn og var maðurinn fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést fyrr í kvöld.

Sex voru handteknir og eru allir sagðir stuðningsmenn Wales. Enginn enskir stuðningsmenn voru sagðir hafa tengst atvikinu.

Lögreglan var kölluð á svæðið eftir að átök brutust út. Þá hafði maðurinn fengið höfuðáverka og var í hjartastoppi þegar honum var svo komið undir læknishendur.

Englendingar unnu leikinn í kvöld, 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×