Íslenski boltinn

Ólafur Örn hættir sem þjálfari Grindavíkur en mun samt spila áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Örn Bjarnason.
Ólafur Örn Bjarnason. Mynd/Daníel
Ólafur Örn Bjarnason er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla í Grindavík en mun engu að síður spila áfram með liðinu í Pepsi-deild karla á næsta sumari.

Þetta staðfesti Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, í samtali við fréttastofu í morgun. Hann sagði leit að nýjum þjálfara hafin og sagði Þorsteinn að félagið væri á byrjunarreit í þeirri leit.

Ólafur Örn tók við Grindavík um mitt tímabil 2010 en í sumar var hann bæði fastamaður í vörn liðsins sem og þjálfari þess.

Grindavík bjargaði sér frá falli á ævintýralegan máta í lokaumferð Pepsi-deildarinnar um síðustu helgi en Ólafur Örn skoraði þá fyrra markið í 2-0 útisigri liðsins á ÍBV.

Ólafur Örn sagði í samtali við Fréttablaðið í dögunum ljóst að hann gæti ekki sintt báðum hlutverkum áfram. Hann teldi sig eiga tvö ár eftir sem knattspyrnumaður og hefur nú ákveðið að fórna þjálfarahlutverkinu í bili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×