Enski boltinn

Ramsey afar ósáttur við byrjun Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aaron Ramsey í leik með Arsenal.
Aaron Ramsey í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, er afar ósáttur við slæma byrjun Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og segir hana óásættanlega.

Arsenal hefur tekið þátt í Meistaradeild Evrópu í fjórtán ár í röð en á nú á hættu að komast ekki í hóp efstu fjögurra liða á Englandi eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Liðið hefur tapað fjórum af sjö fyrstu leikjum sínum og eru tólf stigum á eftir toppliðum Manchester United og Manchester City.

„Þetta hefur verið mjög erfiður tími fyrir félagið,“ sagði Ramsey við breska fjölmiðla. „Við höfum ekki náð úrslitum í samræmi við okkar getu.“

„Arsenal er eitt besta félag Englands og staða okkar í töflunni er algerlega óásættanleg. Vonandi tekst okkur að snúa þessu gengi við mjög fljótt. Við þurfum að vinna nokkra leiki í röð og koma okkur ofar í töflunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×