Enski boltinn

Engin ákvörðun tekin um að flytja Chelsea á nýjan heimavöll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Buck ásamt Michel Platini, forseta UEFA.
Buck ásamt Michel Platini, forseta UEFA. Nordic Photos / Getty Images
Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin enn um að flytja liðið á nýjan heimavöll og yfirgefa þar með Stamford Bridge.

Fyrir fjórtán árum síðan var stofnað sérstakt eignarhaldsfélag utan um Stamford Bridge og heiti knattspyrnufélagsins sjálfs. Eignarhlustfélagið er í eigu nokkurra þúsund stuðningsmanna félagsins en alls eru hlutirnir fimmtán þúsund talsins.

Hver hlutur var keyptur á 100 pund á sínum tíma en í vikunni bauðst eigandi Chelsea, Roman Abramovich, til þess að kaupa hvern hlut á sama verði auk þess sem hann myndi taka yfir skuldir félagsins upp á 8,5 milljónir punda.

Eigendur hlutabréfanna munu taka afstöðu til tilboðsins í lok mánaðarins en talið er að Romanovic vilji byggja félaginu nýjan 60 þúsund manna leikvang í nágrenni við Stamford Bridge. Gamli völlurinn yrði jafnaður við jörðu og landið nýtt fyrir íbúðahúsnæði.

Buck segir þó málið ekki komið svo langt og allt sem komið hefur fram í fjölmiðlum séu aðeins vangaveltur. „Við vitum ekki endilega hvort að Chelsea ætli að flytja. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun þess efnis,“ sagði Buck í samtali við enska fjölmiðla.

„Við erum bara að reyna að halda öllum möguleikum opnum svo við getum tekið þá ákvörðun sem muni þjóna hagsmunum félagsins best. En það er alveg ljóst að engin ákvörðun hefur verið tekin enn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×