Fótbolti

Stórsigur hjá Kára og félögum í Skotlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason í leik með Plymouth á síðustu leiktíð.
Kári Árnason í leik með Plymouth á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images
Kári Árnason spilaði allan leikinn fyrir Aberdeen þegar að liðið vann í kvöld 4-0 sigur á Dunfermline í skosku úrvalsdeildinni.

Sigurinn var kærkominn fyrir Aberdeen en liðið var aðeins með sex stig eftir fyrstu níu leiki tímabilsilns. Liðið lyfti sér í kvöld upp í níunda sæti deildarinnar og er með níu stig, rétt eins og Hibernian og Dunfermline.

Kári komst nálægt því að skora í leiknum en hann átti skot í stöng þegar að staðan var 3-0. Scott Vernon skoraði þrennu fyrir Aberdeen.

Kári gekk í sumar í raðir Aberdeen frá Plymouth í Englandi. Hann hefur átt fast sæti í byrjunarliði félagsins eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fyrstu umferðinni. Kári spilaði í kvöld á miðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×