Fótbolti

Kolbeinn meiddist og Ajax tapaði - missir af Portúgalsleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson fer hér meiddur af velli.
Kolbeinn Sigþórsson fer hér meiddur af velli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir aðeins 19 mínútur þegar Ajax tapaði 1-0 á móti Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsta tap Ajax-liðsins á tímabilinu og liðið er nú í fjórða sætinu.

Hollenskir miðlar hafa sagt frá því eftir leikinn að meiðsli Kolbeins séu það alvarleg að hann verði ekki með íslenska landsliðinu á móti Portúgal.

Leandro Bacuna skoraði sigurmark Groningen á 62. mínútu leiksins en Groningen-liðið er í 8. sæti deildarinnar eftir þennan sigur.

Jóhann Berg Guðmundsson fékk ekkert að spreyta sig þegar AZ Alkmaar vann 3-1 útisigur á  VVV Venlo og náði fjögurra stiga forystu á toppnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×