Enski boltinn

Liverpool ekki tilbúið að borga 14 milljónir punda fyrir Adam

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charlie Adam.
Charlie Adam. Mynd/AFP
Það verður líklega ekkert af því að Charlie Adam, fyrirliði Blackpool, fari til Liverpool eins og stefndi í fyrr í kvöld. Blackpool hafnaði tveimur tilboðum Liverpool í Adam og hann verður áfram á Bloomfield Road.

Liverpool bauð bæði 8 milljónir punda og 10 milljónir punda í Adam í kvöld samvæmt heimildum Guardian en var ekki tilbúið að borga þær 14 milljónir punda sem nýliðarnir vilja fá fyrir fyrirliðann sinn.

Charlie Adam er 25 ára skoskur miðjumaður sem hefur slegið í gegn með Blackpool í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað 4 mörk og gefið 5 stoðsendingar í 22 leikjum með Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur en hann hjálpaði Blackpool meðal annars að vinna tvo sigra á Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×