Fréttaskýring: Samfylkingarfólk orðið langþreytt 26. nóvember 2011 09:00 Hvaða áhrif hefur ákvörðun um Grímsstaði á Fjöllum á stjórnarsamstarfið? „Það er ekkert leyndarmál að fullt af fólki í flokknum er orðið pirrað," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita félagi í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo ekki heimild til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hafa báðir lagt áherslu á að kaupin yrðu heimiluð og Sigmundur Ernir segist hugsi um hvort hann styðji ríkisstjórnina. Ögmundur Jónasson óttast ekki að ákvörðun hans hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum," segir hann og býst við að allir horfi á málið af sanngirni. Sú von rímar illa við afstöðu fjölmargra í Samfylkingunni sem Fréttablaðið ræddi við. Þar gætti mjög pirrings á vinstri grænum. Þar á bæ væri fólk duglegt að hafna úrræðum en heldur skorti á að komið væri með nýjar tillögur. Kallað var eftir atvinnustefnu flokksins. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að kvótamálin séu erfiðasta úrlausnarefni stjórnarinnar. Frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var lagt fram í vor en vísað til frekari úrvinnslu. Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að taka málið úr höndum ráðherra og setja í ráðherranefnd. Samfylkingarfólk kvartar yfir því að Jón haldi þeirri vinnu þétt að sér. Ljóst sé að deilur verði um málið en ráðherra láti ekkert uppi um innihald frumvarpsins. Jón er einnig aðalleikandinn í öðru ágreiningsmáli; aðildarumsókninni að Evrópusambandinu. Þar þykir Samfylkingarfólki Jón hafa dregið lappirnar og ekki farið eftir samþykkt Alþingis. Vonir þeirra glæddust þó á dögunum þegar utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tilkynnti á nefndarfundi að vinna væri hafin í landbúnaðarráðuneytinu í áætlun um umsóknina. Áform Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um álagningu kolefnisgjalds á rafskaut hafa einnig valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Allt þetta samanlagt þykir Samfylkingarfólki sýna lítinn vilja samstarfsflokksins til aðgerða í þágu atvinnulífs og fjárfestinga. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu að málefni Grímsstaða og kolefnisgjaldið væri hægt að leysa í samningum. Hin tvö málin væru mun erfiðari viðfangs. Að öllu samanlögðu er ljóst að pirringur Samfylkingarfólks fer vaxandi. Einstaka áhrifamenn flokksins staðfestu það við Fréttablaðið að menn væru að vega og meta kosti og galla við annars konar stjórnarsamstarf, þá við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri hins vegar umdeilt innan flokksins. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Hvaða áhrif hefur ákvörðun um Grímsstaði á Fjöllum á stjórnarsamstarfið? „Það er ekkert leyndarmál að fullt af fólki í flokknum er orðið pirrað," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita félagi í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo ekki heimild til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hafa báðir lagt áherslu á að kaupin yrðu heimiluð og Sigmundur Ernir segist hugsi um hvort hann styðji ríkisstjórnina. Ögmundur Jónasson óttast ekki að ákvörðun hans hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum," segir hann og býst við að allir horfi á málið af sanngirni. Sú von rímar illa við afstöðu fjölmargra í Samfylkingunni sem Fréttablaðið ræddi við. Þar gætti mjög pirrings á vinstri grænum. Þar á bæ væri fólk duglegt að hafna úrræðum en heldur skorti á að komið væri með nýjar tillögur. Kallað var eftir atvinnustefnu flokksins. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að kvótamálin séu erfiðasta úrlausnarefni stjórnarinnar. Frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var lagt fram í vor en vísað til frekari úrvinnslu. Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að taka málið úr höndum ráðherra og setja í ráðherranefnd. Samfylkingarfólk kvartar yfir því að Jón haldi þeirri vinnu þétt að sér. Ljóst sé að deilur verði um málið en ráðherra láti ekkert uppi um innihald frumvarpsins. Jón er einnig aðalleikandinn í öðru ágreiningsmáli; aðildarumsókninni að Evrópusambandinu. Þar þykir Samfylkingarfólki Jón hafa dregið lappirnar og ekki farið eftir samþykkt Alþingis. Vonir þeirra glæddust þó á dögunum þegar utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tilkynnti á nefndarfundi að vinna væri hafin í landbúnaðarráðuneytinu í áætlun um umsóknina. Áform Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um álagningu kolefnisgjalds á rafskaut hafa einnig valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Allt þetta samanlagt þykir Samfylkingarfólki sýna lítinn vilja samstarfsflokksins til aðgerða í þágu atvinnulífs og fjárfestinga. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu að málefni Grímsstaða og kolefnisgjaldið væri hægt að leysa í samningum. Hin tvö málin væru mun erfiðari viðfangs. Að öllu samanlögðu er ljóst að pirringur Samfylkingarfólks fer vaxandi. Einstaka áhrifamenn flokksins staðfestu það við Fréttablaðið að menn væru að vega og meta kosti og galla við annars konar stjórnarsamstarf, þá við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri hins vegar umdeilt innan flokksins. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira