Fréttaskýring: Samfylkingarfólk orðið langþreytt 26. nóvember 2011 09:00 Hvaða áhrif hefur ákvörðun um Grímsstaði á Fjöllum á stjórnarsamstarfið? „Það er ekkert leyndarmál að fullt af fólki í flokknum er orðið pirrað," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita félagi í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo ekki heimild til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hafa báðir lagt áherslu á að kaupin yrðu heimiluð og Sigmundur Ernir segist hugsi um hvort hann styðji ríkisstjórnina. Ögmundur Jónasson óttast ekki að ákvörðun hans hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum," segir hann og býst við að allir horfi á málið af sanngirni. Sú von rímar illa við afstöðu fjölmargra í Samfylkingunni sem Fréttablaðið ræddi við. Þar gætti mjög pirrings á vinstri grænum. Þar á bæ væri fólk duglegt að hafna úrræðum en heldur skorti á að komið væri með nýjar tillögur. Kallað var eftir atvinnustefnu flokksins. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að kvótamálin séu erfiðasta úrlausnarefni stjórnarinnar. Frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var lagt fram í vor en vísað til frekari úrvinnslu. Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að taka málið úr höndum ráðherra og setja í ráðherranefnd. Samfylkingarfólk kvartar yfir því að Jón haldi þeirri vinnu þétt að sér. Ljóst sé að deilur verði um málið en ráðherra láti ekkert uppi um innihald frumvarpsins. Jón er einnig aðalleikandinn í öðru ágreiningsmáli; aðildarumsókninni að Evrópusambandinu. Þar þykir Samfylkingarfólki Jón hafa dregið lappirnar og ekki farið eftir samþykkt Alþingis. Vonir þeirra glæddust þó á dögunum þegar utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tilkynnti á nefndarfundi að vinna væri hafin í landbúnaðarráðuneytinu í áætlun um umsóknina. Áform Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um álagningu kolefnisgjalds á rafskaut hafa einnig valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Allt þetta samanlagt þykir Samfylkingarfólki sýna lítinn vilja samstarfsflokksins til aðgerða í þágu atvinnulífs og fjárfestinga. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu að málefni Grímsstaða og kolefnisgjaldið væri hægt að leysa í samningum. Hin tvö málin væru mun erfiðari viðfangs. Að öllu samanlögðu er ljóst að pirringur Samfylkingarfólks fer vaxandi. Einstaka áhrifamenn flokksins staðfestu það við Fréttablaðið að menn væru að vega og meta kosti og galla við annars konar stjórnarsamstarf, þá við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri hins vegar umdeilt innan flokksins. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sjá meira
Hvaða áhrif hefur ákvörðun um Grímsstaði á Fjöllum á stjórnarsamstarfið? „Það er ekkert leyndarmál að fullt af fólki í flokknum er orðið pirrað," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að veita félagi í eigu kínverska fjárfestisins Huang Nubo ekki heimild til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum hefur valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hafa báðir lagt áherslu á að kaupin yrðu heimiluð og Sigmundur Ernir segist hugsi um hvort hann styðji ríkisstjórnina. Ögmundur Jónasson óttast ekki að ákvörðun hans hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum," segir hann og býst við að allir horfi á málið af sanngirni. Sú von rímar illa við afstöðu fjölmargra í Samfylkingunni sem Fréttablaðið ræddi við. Þar gætti mjög pirrings á vinstri grænum. Þar á bæ væri fólk duglegt að hafna úrræðum en heldur skorti á að komið væri með nýjar tillögur. Kallað var eftir atvinnustefnu flokksins. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að kvótamálin séu erfiðasta úrlausnarefni stjórnarinnar. Frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var lagt fram í vor en vísað til frekari úrvinnslu. Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að taka málið úr höndum ráðherra og setja í ráðherranefnd. Samfylkingarfólk kvartar yfir því að Jón haldi þeirri vinnu þétt að sér. Ljóst sé að deilur verði um málið en ráðherra láti ekkert uppi um innihald frumvarpsins. Jón er einnig aðalleikandinn í öðru ágreiningsmáli; aðildarumsókninni að Evrópusambandinu. Þar þykir Samfylkingarfólki Jón hafa dregið lappirnar og ekki farið eftir samþykkt Alþingis. Vonir þeirra glæddust þó á dögunum þegar utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, tilkynnti á nefndarfundi að vinna væri hafin í landbúnaðarráðuneytinu í áætlun um umsóknina. Áform Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um álagningu kolefnisgjalds á rafskaut hafa einnig valdið titringi innan Samfylkingarinnar. Allt þetta samanlagt þykir Samfylkingarfólki sýna lítinn vilja samstarfsflokksins til aðgerða í þágu atvinnulífs og fjárfestinga. Heimildarmenn Fréttablaðsins töldu að málefni Grímsstaða og kolefnisgjaldið væri hægt að leysa í samningum. Hin tvö málin væru mun erfiðari viðfangs. Að öllu samanlögðu er ljóst að pirringur Samfylkingarfólks fer vaxandi. Einstaka áhrifamenn flokksins staðfestu það við Fréttablaðið að menn væru að vega og meta kosti og galla við annars konar stjórnarsamstarf, þá við Sjálfstæðisflokkinn. Það væri hins vegar umdeilt innan flokksins. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sjá meira