Innlent

Reynir ekki aðrar leiðir til að eignast Grímsstaði

Nubo mun ekki reyna aðrar leiðir til að eignast Grímsstaði á Fjöllum.
Nubo mun ekki reyna aðrar leiðir til að eignast Grímsstaði á Fjöllum. mynd/ slysavarnafélagið landsbjörg
Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður kínverska fjárfestisins Nubo, segir hann hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun innanríkisráðherra. Hann fullyrðir að Nubo muni ekki leita annara leiða til að komast yfir Grímsstaði á Fjöllum. Halldór segir að þrátt fyrir vonbrigðin virði Nubo íslensk lög og íslenskan vilja í málinu. Ekki verði reynt að fara neina bakdyraleið til að eignast Grímsstaði á Fjöllum.

Halldór segir að ítrekað hafi verið reynt að hafa samband við innanríkisráðuneytið til að reyna að koma á góðu samstarfi í ferli málsins. Margir tölvupóstar hafi verið sendir innanríkisráðherra með ósk um fund til að fara yfir málið en engin viðbrögð fengist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×