Enski boltinn

Doni er orðinn leikmaður Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Doni í leik með Roma
Doni í leik með Roma Mynd. / AFP
Liverpool hefur formlega tilkynnt um kaupin á Alexander Doni, brasilíska markvörðin frá Roma, en félagskiptaferlið tók sinn tíma.

Leikmaðurinn hefur lokið við læknisskoðun og skrifað undir samning við þá rauðu, en ekki er ljóst hversu langur samningurinn er.

Liverpool hefur verið á eftir leikmanninum í allt sumar og var hann alltaf fyrsti valkostur fyrir Kenny Dalglish, knattspyrnustjóra Liverpool, en Doni á að vera varamarkvörður fyrir Spánverjann Pepe Reina.

Doni er 31 árs og lék 131 leik fyrir Roma á árunum 2005-2011, einnig á leikmaðurinn að baki tíu landsleiki fyrir Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×