Fótbolti

Þrjár breytingar á U-21 liðinu - Bjarni á bekkinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Bjarni Þór Viðarsson er á bekknum í dag.
Bjarni Þór Viðarsson er á bekknum í dag. Mynd/Anton
Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði U-21 liðsins, hefur misst sæti sitt í byrjunarliði íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Danmörku á EM í kvöld.

Birkir Bjarnason kemur inn á miðjuna í stað Bjarna og leikur við hlið Arons Einars Gunnarssonar sem kemur aftur inn í liðið eftir leikbann. Guðmundur Kristjánsson er því á bekknum í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson verður í byrjunarliðinu á ný eftir að hann meiddist á öxl í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi um síðustu helgi. Alfreð Finnbogason er því á bekknum í dag.

Rúrik Gíslason verður fyrirliði í dag í fjarveru Bjarna Þórs. Varnarlína Íslands er óbreytt.

Byrjunarliðið:

Markvörður:

Haraldur Björnsson

Vörn:

Eggert Gunnþór Jónsson

Hólmar Örn Eyjólfsson

Jón Guðni Fjóluson

Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðja:

Aron Einar Gunnarsson

Birkir Bjarnason

Gylfi Þór Sigurðsson

Sókn:

Rúrik Gíslason, fyrirliði

Jóhann Berg Guðmundsson

Kolbeinn Sigþórsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×