Formaður GR: Þurfum birtu yfir framtíðina Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 7. apríl 2010 18:30 Mynd/ Arnþór. Tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði, við þurfum líka birtu yfir framtíðina, segir Jón Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem hafnar þeirri gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn að það sé furðuleg forgangsröðun að eyða peningum í að stækka golfvöll á sama tíma og skorið er niður í leik- og grunnskólum. Meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti í gær að veita Golfklúbbi Reykjavíkur 230 milljóna króna styrk á næstu fjórum árum til að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Völlurinn er í eigu borgarinnar en klúbburinn rekur hann. Meiri- og minnihluti köstuðu hnútum af kosningamóð í borgarstjórn í gær vegna málsins - oddviti Samfylkingar Dagur B. Eggertsson sagði það furðulega forgangsröðun, mitt í öllum niðurskurðinum. Meirihlutinn bendir á að samningurinn hafi verið gerður fyrir fjórum árum þegar Samfylking og Vinstri grænir voru við stjórnvölinn. Málflutning Dags kallaði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kosningatrix og spuna. Aðspurður hvort það sé bráðamál í kreppunni að bæta 9 holum við golfvöllinn, segir Jón Pétur, formaður Golfklúbbsins að alltaf megi deila um hvað sé forgangsatriði. „En nokkur hundruð meðlima okkar eru atvinnulausir. Við teljum þetta vera andlega uppbyggingu í þeirra hörmungum," segir Jón Pétur. Golfklúbburinn fær fyrstu greiðslu á þessu ári, 50 milljónir króna, sem er sama upphæð og leikskólar borgarinnar spara á árinu með því að ráða nánast ekkert sumarstarfsfólk. Sem þýðir að sumir foreldrar þurfa að bíða lengur eftir plássi fyrir minnstu börnin. Alls er niðurskurður á leikskólum um 400 milljónir króna. Einstæð móðir sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að þessi ráðstöfun kostaði hana líklega um 75 þúsund krónur - barnið væri efst á biðlista og dagmamman mun dýrari en leikskólinn. Jóni Pétri finnst þetta ekki sérkennileg forgangsröðun. „Menn verða að átta sig á því að heimurinn og tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði. Það vita allir. Það verður að vera einhver birta í framtíðinni." Fleiri styrkir af þessum toga voru afgreiddir á sama tíma frá borginni, meðal annars var samþykkt að byggja upp aðstöðu til fimleika og bardagaíþrótta hjá Fylki og reka frístundaheimili í Norðlingaholti upp á 65 milljónir kr. á þessu ári og 85 milljónir árlega frá næsta ári. Afstaða verður tekin til þess í borgarráði á morgun hvort gerður verði leigusamningur til 15 eða 25 ára. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði, við þurfum líka birtu yfir framtíðina, segir Jón Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem hafnar þeirri gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn að það sé furðuleg forgangsröðun að eyða peningum í að stækka golfvöll á sama tíma og skorið er niður í leik- og grunnskólum. Meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti í gær að veita Golfklúbbi Reykjavíkur 230 milljóna króna styrk á næstu fjórum árum til að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Völlurinn er í eigu borgarinnar en klúbburinn rekur hann. Meiri- og minnihluti köstuðu hnútum af kosningamóð í borgarstjórn í gær vegna málsins - oddviti Samfylkingar Dagur B. Eggertsson sagði það furðulega forgangsröðun, mitt í öllum niðurskurðinum. Meirihlutinn bendir á að samningurinn hafi verið gerður fyrir fjórum árum þegar Samfylking og Vinstri grænir voru við stjórnvölinn. Málflutning Dags kallaði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kosningatrix og spuna. Aðspurður hvort það sé bráðamál í kreppunni að bæta 9 holum við golfvöllinn, segir Jón Pétur, formaður Golfklúbbsins að alltaf megi deila um hvað sé forgangsatriði. „En nokkur hundruð meðlima okkar eru atvinnulausir. Við teljum þetta vera andlega uppbyggingu í þeirra hörmungum," segir Jón Pétur. Golfklúbburinn fær fyrstu greiðslu á þessu ári, 50 milljónir króna, sem er sama upphæð og leikskólar borgarinnar spara á árinu með því að ráða nánast ekkert sumarstarfsfólk. Sem þýðir að sumir foreldrar þurfa að bíða lengur eftir plássi fyrir minnstu börnin. Alls er niðurskurður á leikskólum um 400 milljónir króna. Einstæð móðir sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að þessi ráðstöfun kostaði hana líklega um 75 þúsund krónur - barnið væri efst á biðlista og dagmamman mun dýrari en leikskólinn. Jóni Pétri finnst þetta ekki sérkennileg forgangsröðun. „Menn verða að átta sig á því að heimurinn og tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði. Það vita allir. Það verður að vera einhver birta í framtíðinni." Fleiri styrkir af þessum toga voru afgreiddir á sama tíma frá borginni, meðal annars var samþykkt að byggja upp aðstöðu til fimleika og bardagaíþrótta hjá Fylki og reka frístundaheimili í Norðlingaholti upp á 65 milljónir kr. á þessu ári og 85 milljónir árlega frá næsta ári. Afstaða verður tekin til þess í borgarráði á morgun hvort gerður verði leigusamningur til 15 eða 25 ára.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira