Formaður GR: Þurfum birtu yfir framtíðina Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 7. apríl 2010 18:30 Mynd/ Arnþór. Tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði, við þurfum líka birtu yfir framtíðina, segir Jón Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem hafnar þeirri gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn að það sé furðuleg forgangsröðun að eyða peningum í að stækka golfvöll á sama tíma og skorið er niður í leik- og grunnskólum. Meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti í gær að veita Golfklúbbi Reykjavíkur 230 milljóna króna styrk á næstu fjórum árum til að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Völlurinn er í eigu borgarinnar en klúbburinn rekur hann. Meiri- og minnihluti köstuðu hnútum af kosningamóð í borgarstjórn í gær vegna málsins - oddviti Samfylkingar Dagur B. Eggertsson sagði það furðulega forgangsröðun, mitt í öllum niðurskurðinum. Meirihlutinn bendir á að samningurinn hafi verið gerður fyrir fjórum árum þegar Samfylking og Vinstri grænir voru við stjórnvölinn. Málflutning Dags kallaði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kosningatrix og spuna. Aðspurður hvort það sé bráðamál í kreppunni að bæta 9 holum við golfvöllinn, segir Jón Pétur, formaður Golfklúbbsins að alltaf megi deila um hvað sé forgangsatriði. „En nokkur hundruð meðlima okkar eru atvinnulausir. Við teljum þetta vera andlega uppbyggingu í þeirra hörmungum," segir Jón Pétur. Golfklúbburinn fær fyrstu greiðslu á þessu ári, 50 milljónir króna, sem er sama upphæð og leikskólar borgarinnar spara á árinu með því að ráða nánast ekkert sumarstarfsfólk. Sem þýðir að sumir foreldrar þurfa að bíða lengur eftir plássi fyrir minnstu börnin. Alls er niðurskurður á leikskólum um 400 milljónir króna. Einstæð móðir sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að þessi ráðstöfun kostaði hana líklega um 75 þúsund krónur - barnið væri efst á biðlista og dagmamman mun dýrari en leikskólinn. Jóni Pétri finnst þetta ekki sérkennileg forgangsröðun. „Menn verða að átta sig á því að heimurinn og tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði. Það vita allir. Það verður að vera einhver birta í framtíðinni." Fleiri styrkir af þessum toga voru afgreiddir á sama tíma frá borginni, meðal annars var samþykkt að byggja upp aðstöðu til fimleika og bardagaíþrótta hjá Fylki og reka frístundaheimili í Norðlingaholti upp á 65 milljónir kr. á þessu ári og 85 milljónir árlega frá næsta ári. Afstaða verður tekin til þess í borgarráði á morgun hvort gerður verði leigusamningur til 15 eða 25 ára. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði, við þurfum líka birtu yfir framtíðina, segir Jón Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem hafnar þeirri gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn að það sé furðuleg forgangsröðun að eyða peningum í að stækka golfvöll á sama tíma og skorið er niður í leik- og grunnskólum. Meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti í gær að veita Golfklúbbi Reykjavíkur 230 milljóna króna styrk á næstu fjórum árum til að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Völlurinn er í eigu borgarinnar en klúbburinn rekur hann. Meiri- og minnihluti köstuðu hnútum af kosningamóð í borgarstjórn í gær vegna málsins - oddviti Samfylkingar Dagur B. Eggertsson sagði það furðulega forgangsröðun, mitt í öllum niðurskurðinum. Meirihlutinn bendir á að samningurinn hafi verið gerður fyrir fjórum árum þegar Samfylking og Vinstri grænir voru við stjórnvölinn. Málflutning Dags kallaði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kosningatrix og spuna. Aðspurður hvort það sé bráðamál í kreppunni að bæta 9 holum við golfvöllinn, segir Jón Pétur, formaður Golfklúbbsins að alltaf megi deila um hvað sé forgangsatriði. „En nokkur hundruð meðlima okkar eru atvinnulausir. Við teljum þetta vera andlega uppbyggingu í þeirra hörmungum," segir Jón Pétur. Golfklúbburinn fær fyrstu greiðslu á þessu ári, 50 milljónir króna, sem er sama upphæð og leikskólar borgarinnar spara á árinu með því að ráða nánast ekkert sumarstarfsfólk. Sem þýðir að sumir foreldrar þurfa að bíða lengur eftir plássi fyrir minnstu börnin. Alls er niðurskurður á leikskólum um 400 milljónir króna. Einstæð móðir sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að þessi ráðstöfun kostaði hana líklega um 75 þúsund krónur - barnið væri efst á biðlista og dagmamman mun dýrari en leikskólinn. Jóni Pétri finnst þetta ekki sérkennileg forgangsröðun. „Menn verða að átta sig á því að heimurinn og tilveran snýst ekki bara um eymd og volæði. Það vita allir. Það verður að vera einhver birta í framtíðinni." Fleiri styrkir af þessum toga voru afgreiddir á sama tíma frá borginni, meðal annars var samþykkt að byggja upp aðstöðu til fimleika og bardagaíþrótta hjá Fylki og reka frístundaheimili í Norðlingaholti upp á 65 milljónir kr. á þessu ári og 85 milljónir árlega frá næsta ári. Afstaða verður tekin til þess í borgarráði á morgun hvort gerður verði leigusamningur til 15 eða 25 ára.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira