Skoskir dómarar ætla í verkfall Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2010 17:30 Neil Lennon, stjóri Celtic. Nordic Photos / Getty Images Samtök knattspyrnudómara í Skotlandi vilja fara í verkfall um næstu helgi eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports í dag. Dómarar í Skotlandi hafa mátt þola mikla gagnrýni í haust og hafa sumir fengið líflátshótanir frá stuðningsmönnum knattspyrnuliða í skosku úrvalsdeildinni. Nýlega komst mál dómarans Dougie McDonald í hámæli eftir atvik sem átti sér stað í leik Celtic og Dundee United. McDonald hafði dæmt vítaspyrnu Celtic í hag en hann dró svo dóminn til baka. McDonald gerði illt verra með því að ljúga til um málsatvik í leikskýrslu sinni. Hann sagði að aðstoðardómari hans, Steven Craven, hefði ráðlagt honum að draga dóminn til baka en það var rangt. Raunin var sú að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því sjálfur að dómurinn var rangur og það fékk hann svo staðfest hjá Craven. Aðstoðardómarinn hafi því engin áhrif haft á ákvörðun McDonald. Þrátt fyrir þetta leiddi rannsókn skoska knattspyrnusambandsins í ljós að McDonald hefði ekkert rangt gert. Hann fékk aðeins áminningu um að vanda sig betur við skýrslugerð sína í framtíðinni. Craven var óánægður með þessa meðferð og ákvað að hætta dómgæslu. Margir hafa nú stigið fram og gagnrýnt McDonald harkalega opinberlega. Meðal þeirra eru John Reid, stjórnarformaður Celtic, og Neil Lennon, knattspyrnustjóri liðsins. Stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins hefur einnig lofað því að taka refsingarkerfi dómara til endurskoðunar. Dómarar funduðu í gær og mun þetta vera niðurstaðan. Sex leikir eru á dagskrá skosku úrvalsdeildarinnar um helgina sem og mikið af leikjum í neðri deildunum og bikarkeppninni. Þess má svo geta að téður McDonald dæmdi viðureign Danmerkur og Íslands í undankeppni EM 2012 á Parken í september síðastliðnum. Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Samtök knattspyrnudómara í Skotlandi vilja fara í verkfall um næstu helgi eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports í dag. Dómarar í Skotlandi hafa mátt þola mikla gagnrýni í haust og hafa sumir fengið líflátshótanir frá stuðningsmönnum knattspyrnuliða í skosku úrvalsdeildinni. Nýlega komst mál dómarans Dougie McDonald í hámæli eftir atvik sem átti sér stað í leik Celtic og Dundee United. McDonald hafði dæmt vítaspyrnu Celtic í hag en hann dró svo dóminn til baka. McDonald gerði illt verra með því að ljúga til um málsatvik í leikskýrslu sinni. Hann sagði að aðstoðardómari hans, Steven Craven, hefði ráðlagt honum að draga dóminn til baka en það var rangt. Raunin var sú að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því sjálfur að dómurinn var rangur og það fékk hann svo staðfest hjá Craven. Aðstoðardómarinn hafi því engin áhrif haft á ákvörðun McDonald. Þrátt fyrir þetta leiddi rannsókn skoska knattspyrnusambandsins í ljós að McDonald hefði ekkert rangt gert. Hann fékk aðeins áminningu um að vanda sig betur við skýrslugerð sína í framtíðinni. Craven var óánægður með þessa meðferð og ákvað að hætta dómgæslu. Margir hafa nú stigið fram og gagnrýnt McDonald harkalega opinberlega. Meðal þeirra eru John Reid, stjórnarformaður Celtic, og Neil Lennon, knattspyrnustjóri liðsins. Stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins hefur einnig lofað því að taka refsingarkerfi dómara til endurskoðunar. Dómarar funduðu í gær og mun þetta vera niðurstaðan. Sex leikir eru á dagskrá skosku úrvalsdeildarinnar um helgina sem og mikið af leikjum í neðri deildunum og bikarkeppninni. Þess má svo geta að téður McDonald dæmdi viðureign Danmerkur og Íslands í undankeppni EM 2012 á Parken í september síðastliðnum.
Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira