Skoskir dómarar ætla í verkfall Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2010 17:30 Neil Lennon, stjóri Celtic. Nordic Photos / Getty Images Samtök knattspyrnudómara í Skotlandi vilja fara í verkfall um næstu helgi eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports í dag. Dómarar í Skotlandi hafa mátt þola mikla gagnrýni í haust og hafa sumir fengið líflátshótanir frá stuðningsmönnum knattspyrnuliða í skosku úrvalsdeildinni. Nýlega komst mál dómarans Dougie McDonald í hámæli eftir atvik sem átti sér stað í leik Celtic og Dundee United. McDonald hafði dæmt vítaspyrnu Celtic í hag en hann dró svo dóminn til baka. McDonald gerði illt verra með því að ljúga til um málsatvik í leikskýrslu sinni. Hann sagði að aðstoðardómari hans, Steven Craven, hefði ráðlagt honum að draga dóminn til baka en það var rangt. Raunin var sú að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því sjálfur að dómurinn var rangur og það fékk hann svo staðfest hjá Craven. Aðstoðardómarinn hafi því engin áhrif haft á ákvörðun McDonald. Þrátt fyrir þetta leiddi rannsókn skoska knattspyrnusambandsins í ljós að McDonald hefði ekkert rangt gert. Hann fékk aðeins áminningu um að vanda sig betur við skýrslugerð sína í framtíðinni. Craven var óánægður með þessa meðferð og ákvað að hætta dómgæslu. Margir hafa nú stigið fram og gagnrýnt McDonald harkalega opinberlega. Meðal þeirra eru John Reid, stjórnarformaður Celtic, og Neil Lennon, knattspyrnustjóri liðsins. Stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins hefur einnig lofað því að taka refsingarkerfi dómara til endurskoðunar. Dómarar funduðu í gær og mun þetta vera niðurstaðan. Sex leikir eru á dagskrá skosku úrvalsdeildarinnar um helgina sem og mikið af leikjum í neðri deildunum og bikarkeppninni. Þess má svo geta að téður McDonald dæmdi viðureign Danmerkur og Íslands í undankeppni EM 2012 á Parken í september síðastliðnum. Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
Samtök knattspyrnudómara í Skotlandi vilja fara í verkfall um næstu helgi eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports í dag. Dómarar í Skotlandi hafa mátt þola mikla gagnrýni í haust og hafa sumir fengið líflátshótanir frá stuðningsmönnum knattspyrnuliða í skosku úrvalsdeildinni. Nýlega komst mál dómarans Dougie McDonald í hámæli eftir atvik sem átti sér stað í leik Celtic og Dundee United. McDonald hafði dæmt vítaspyrnu Celtic í hag en hann dró svo dóminn til baka. McDonald gerði illt verra með því að ljúga til um málsatvik í leikskýrslu sinni. Hann sagði að aðstoðardómari hans, Steven Craven, hefði ráðlagt honum að draga dóminn til baka en það var rangt. Raunin var sú að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því sjálfur að dómurinn var rangur og það fékk hann svo staðfest hjá Craven. Aðstoðardómarinn hafi því engin áhrif haft á ákvörðun McDonald. Þrátt fyrir þetta leiddi rannsókn skoska knattspyrnusambandsins í ljós að McDonald hefði ekkert rangt gert. Hann fékk aðeins áminningu um að vanda sig betur við skýrslugerð sína í framtíðinni. Craven var óánægður með þessa meðferð og ákvað að hætta dómgæslu. Margir hafa nú stigið fram og gagnrýnt McDonald harkalega opinberlega. Meðal þeirra eru John Reid, stjórnarformaður Celtic, og Neil Lennon, knattspyrnustjóri liðsins. Stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins hefur einnig lofað því að taka refsingarkerfi dómara til endurskoðunar. Dómarar funduðu í gær og mun þetta vera niðurstaðan. Sex leikir eru á dagskrá skosku úrvalsdeildarinnar um helgina sem og mikið af leikjum í neðri deildunum og bikarkeppninni. Þess má svo geta að téður McDonald dæmdi viðureign Danmerkur og Íslands í undankeppni EM 2012 á Parken í september síðastliðnum.
Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira