Innlent

Sjóvá gaf löggunni myndavélar

Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri, tók við gjöfinni frá Lárusi Ásgeirssyni, forstjóra Sjóvá. Mynd/www.logregla.is
Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri, tók við gjöfinni frá Lárusi Ásgeirssyni, forstjóra Sjóvá. Mynd/www.logregla.is
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið sex myndavélar að gjöf frá Sjóvá. Gjöfin var afhent í síðustu viku í tilefni af 50 ára afmælis umferðardeildar lögreglunnar en þeim tímamótum var fagnað fyrr í sumar. Myndavélarnar koma að mjög góðum notum en þær verða notaðar við umferðarlöggæslu, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.

Það var Lárus Ásgeirsson, forstjóri Sjóvá, sem afhenti myndavélarnar í höfuðstöðvum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Við það tilefni sagði Lárus meðal annars að það væru sameiginlegir hagsmunir allra að lögreglan geti unnið störf sín af nákvæmni og nýtt nýjustu tækni hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×