Leikmenn Íslendingaliðsins Kristianstad í sænsku kvennadeildinni í fótbolta hófu aftur æfingar í gær eftir fimm daga verkfall. Liðið fór í verkfall þar sem leikmenn og þjálfarar höfðu ekki fengið laun sín greidd.
Þjálfari Kristianstad-liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir og með liðinu leika einnig Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir.
Kristianstadsbladet segir frá því í dag að laun leikmanna verði greidd í vikunni og að leikmennirnir hafi mætt aftur á æfingu klukkan 17.00 í gær. Næsti leikur liðsins er gegn Tyresö á sunnudag.
Verkfallið hjá Kristianstad vakti mikil viðbrögð í Kristianstad og auk þess að fá nýja styrktaraðila þá hefur félaginu borist meðal annars nafnlaust bréf með 500 sænskum krónum eða tæplega tíu þúsund íslenskum krónum. Fyrirmælin í bréfinu voru að þessa peninga átti að nota til að borga ógreidd laun leikmanna liðsins.
Verkfallið hjá Kristianstad úr sögunni - byrjuðu að æfa aftur í gær
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn

Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
