Of seint að stöðva kaupin en Magma opið fyrir forkaupsrétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júlí 2010 18:45 Ráðherra getur ekki stöðvað kaup Magma Energy í HS Orku á grundvelli heimildar í lögum þar sem of langur tími er liðinn. Ef kaupsamningur verður samt ógiltur vegna þrýstings frá stjórnvöldum verður HS Orka áfram í eigu útlendinga. Forstjóri Magma á Íslandi segir fyrirtækið opið fyrir forkaupsrétti ríkisins á HS Orku. Legið hefur fyrir í rúmt ár að það var sænskt eignarhaldsfélag, í raun skúffufélag, í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy sem stóð á bak við kaupin í HS Orku, en Magma eignaðist fyrst hlut í HS Orku í júlí 2009 þegar fyrirtækið keypti 10 prósenta hlut af Geysi Green Energy. Í vor keypti Magma síðan meirihluta Í HS Orku af Geysi Green. Með eignarhlutnum í HS Orku fylgir enginn eignarréttur að auðlindum á Suðurnesjum því þær eru í eigu Reykjanesbæjar, heldur tímabundinn afnotaréttur að auðlindunum. Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hefur efnahags- og viðskiptaráðherra, sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna, heimild til að stöðva erlenda fjárfestingu ef hann telur að fjárfestingin ógni öryggi landsins, gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Þetta er svo allt háð túlkun, en í lögunum kemur skýrt fram að ráðherra verði að tilkynna um ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum barst tilkynning um hana. Þannig að jafnvel þótt að vilji væri fyrir hendi hjá efnahags- og viðskiptaráðherra að túlka ákvæði laganna þannig að fjárfesting Magma í HS Orku ógnaði almannaöryggi þá er of langur tími liðinn frá kaupunum svo þessu ákvæði verði beitt. En ef svo færi að einhverjum öðrum meðulum yrði beitt, t.d ef stjórnvöld þröngvuðu ógildingu kaupsamningsins upp á kanadíska orkufyrirtækið með einhverjum hætti, hvað tæki við? Magma keypti sinn hlut í HS Orku af Geysi Green Energy, eins og áður segir, sem er í dag í eigu Íslandsbanka sem er svo aftur í eigu erlendra kröfuhafa Glitnis. ISB Holding, dótturfélag skilanefndar Glitnis á 95 prósenta hlut í bankanum. Ef kaupin myndu ganga til baka væri það ekki lausn á vandanum ef sjónarmiðið væri að halda tímabundnum afnotarétti á auðlindunum í eigu Íslendinga, því þá væri sú staða komin upp að eignin væri undir óbeinum yfirráðum erlendra kröfuhafa Glitnis. Í þessu samhengi má benda á að skilanefnd Glitnis hefur sett 95 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka í sölumeðferð og falið svissneska bankanum UBS að annast hana. Er stefnt að því að selja bankann innan fimm ára. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki geta skilið hvernig ríkið ætlaði sér að reyna að ógilda kaup fyrirtækisins á hlutnum í HS Orku. Ef sú leið yrði farin, þó hann gæti ekki ímyndað sér í hverju hún væri fólgin, myndi fyrirtækið skoða stöðu sína í kjölfarið. Ásgeir sagði að ekki hefði verið rætt við fulltrúa stjórnvalda um kaup ríkisins á hlut Magma í HS Orku, hins vegar sagði Ásgeir að rætt hefði verið um forkaupsrétt ríkisins ef Magma ákvæði að selja og sagði hann að Magma hefði tekið vel í hugmyndir ríkisins um slíkt. Rætt hefur verið í fjölmiðlum um almenna lögbindingu slíks forkaupsréttar á orkufyrirtækjum almennt, en miðað við þessi viðbrögð Magma Energy væri hægt að ná slíku markmiði í tilviki eignarhlutar Magma í HS Orku með einföldum samningum við fyrirtækið. Tengdar fréttir Ætla að fara yfir Magma-málið Ráðherrar í ríkisstjórninni hyggjast fara yfir Magma-málið. Þetta var niðurstaða fundar þeirra sem haldinn var í stjórnarráðinu í hádeginu. 26. júlí 2010 13:39 Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. 26. júlí 2010 19:10 Telur óvíst hvort stjórnin lifi „Það verður bara að fá að koma í ljós,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki – eða tæpast – stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. 26. júlí 2010 06:45 Rannsaka einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja Lögmæti kaupa Magma Energy á HS orku verður rannsakað af stjórnvöldum og líklegt er að einkavæðing á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007, verði líka könnuð ofan í kjölinn. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. 26. júlí 2010 16:39 Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að 26. júlí 2010 05:30 Engar áhyggjur af ríkisstjórninni Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki líta svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna í Magma málinu. Samfylkingarmenn ætla að ræða Magma málið á óformlegum þingflokksfundi í dag. 26. júlí 2010 13:16 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Ráðherra getur ekki stöðvað kaup Magma Energy í HS Orku á grundvelli heimildar í lögum þar sem of langur tími er liðinn. Ef kaupsamningur verður samt ógiltur vegna þrýstings frá stjórnvöldum verður HS Orka áfram í eigu útlendinga. Forstjóri Magma á Íslandi segir fyrirtækið opið fyrir forkaupsrétti ríkisins á HS Orku. Legið hefur fyrir í rúmt ár að það var sænskt eignarhaldsfélag, í raun skúffufélag, í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy sem stóð á bak við kaupin í HS Orku, en Magma eignaðist fyrst hlut í HS Orku í júlí 2009 þegar fyrirtækið keypti 10 prósenta hlut af Geysi Green Energy. Í vor keypti Magma síðan meirihluta Í HS Orku af Geysi Green. Með eignarhlutnum í HS Orku fylgir enginn eignarréttur að auðlindum á Suðurnesjum því þær eru í eigu Reykjanesbæjar, heldur tímabundinn afnotaréttur að auðlindunum. Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hefur efnahags- og viðskiptaráðherra, sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna, heimild til að stöðva erlenda fjárfestingu ef hann telur að fjárfestingin ógni öryggi landsins, gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Þetta er svo allt háð túlkun, en í lögunum kemur skýrt fram að ráðherra verði að tilkynna um ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum barst tilkynning um hana. Þannig að jafnvel þótt að vilji væri fyrir hendi hjá efnahags- og viðskiptaráðherra að túlka ákvæði laganna þannig að fjárfesting Magma í HS Orku ógnaði almannaöryggi þá er of langur tími liðinn frá kaupunum svo þessu ákvæði verði beitt. En ef svo færi að einhverjum öðrum meðulum yrði beitt, t.d ef stjórnvöld þröngvuðu ógildingu kaupsamningsins upp á kanadíska orkufyrirtækið með einhverjum hætti, hvað tæki við? Magma keypti sinn hlut í HS Orku af Geysi Green Energy, eins og áður segir, sem er í dag í eigu Íslandsbanka sem er svo aftur í eigu erlendra kröfuhafa Glitnis. ISB Holding, dótturfélag skilanefndar Glitnis á 95 prósenta hlut í bankanum. Ef kaupin myndu ganga til baka væri það ekki lausn á vandanum ef sjónarmiðið væri að halda tímabundnum afnotarétti á auðlindunum í eigu Íslendinga, því þá væri sú staða komin upp að eignin væri undir óbeinum yfirráðum erlendra kröfuhafa Glitnis. Í þessu samhengi má benda á að skilanefnd Glitnis hefur sett 95 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka í sölumeðferð og falið svissneska bankanum UBS að annast hana. Er stefnt að því að selja bankann innan fimm ára. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki geta skilið hvernig ríkið ætlaði sér að reyna að ógilda kaup fyrirtækisins á hlutnum í HS Orku. Ef sú leið yrði farin, þó hann gæti ekki ímyndað sér í hverju hún væri fólgin, myndi fyrirtækið skoða stöðu sína í kjölfarið. Ásgeir sagði að ekki hefði verið rætt við fulltrúa stjórnvalda um kaup ríkisins á hlut Magma í HS Orku, hins vegar sagði Ásgeir að rætt hefði verið um forkaupsrétt ríkisins ef Magma ákvæði að selja og sagði hann að Magma hefði tekið vel í hugmyndir ríkisins um slíkt. Rætt hefur verið í fjölmiðlum um almenna lögbindingu slíks forkaupsréttar á orkufyrirtækjum almennt, en miðað við þessi viðbrögð Magma Energy væri hægt að ná slíku markmiði í tilviki eignarhlutar Magma í HS Orku með einföldum samningum við fyrirtækið.
Tengdar fréttir Ætla að fara yfir Magma-málið Ráðherrar í ríkisstjórninni hyggjast fara yfir Magma-málið. Þetta var niðurstaða fundar þeirra sem haldinn var í stjórnarráðinu í hádeginu. 26. júlí 2010 13:39 Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. 26. júlí 2010 19:10 Telur óvíst hvort stjórnin lifi „Það verður bara að fá að koma í ljós,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki – eða tæpast – stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. 26. júlí 2010 06:45 Rannsaka einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja Lögmæti kaupa Magma Energy á HS orku verður rannsakað af stjórnvöldum og líklegt er að einkavæðing á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007, verði líka könnuð ofan í kjölinn. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. 26. júlí 2010 16:39 Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að 26. júlí 2010 05:30 Engar áhyggjur af ríkisstjórninni Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki líta svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna í Magma málinu. Samfylkingarmenn ætla að ræða Magma málið á óformlegum þingflokksfundi í dag. 26. júlí 2010 13:16 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Ætla að fara yfir Magma-málið Ráðherrar í ríkisstjórninni hyggjast fara yfir Magma-málið. Þetta var niðurstaða fundar þeirra sem haldinn var í stjórnarráðinu í hádeginu. 26. júlí 2010 13:39
Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. 26. júlí 2010 19:10
Telur óvíst hvort stjórnin lifi „Það verður bara að fá að koma í ljós,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokallaða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helgina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki – eða tæpast – stutt samstarfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. 26. júlí 2010 06:45
Rannsaka einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja Lögmæti kaupa Magma Energy á HS orku verður rannsakað af stjórnvöldum og líklegt er að einkavæðing á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2007, verði líka könnuð ofan í kjölinn. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. 26. júlí 2010 16:39
Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að 26. júlí 2010 05:30
Engar áhyggjur af ríkisstjórninni Þingmaður Samfylkingarinnar segist ekki líta svo á að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra þingmanna vinstri grænna í Magma málinu. Samfylkingarmenn ætla að ræða Magma málið á óformlegum þingflokksfundi í dag. 26. júlí 2010 13:16