Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska 21 árs landsliðsins var sáttur með dráttinn í umspilinu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins en íslenska liðið mætir þar Skotum í tveimur leikjum um sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku næsta sumar.
„Já ég var að horfa á þetta á netinu," sagði Bjarni Þór þegar Vísir heyrði í honum skömmu eftir að drættinum lauk.
„Mér lýst bara mjög vel á þetta ef ég segi alveg eins og er því ég held að Skotarnir henti okkur bara mjög vel. Ég var að vonast til þess að við myndum forðast Hollendingana og Ítalana og líka þessar þjóðir frá Austur-Evrópu, Rúmeníu og Króatíu. Ég held að flestir okkar hefðu viljað frá Skota eða Svía," sagði Bjarni Þór.
„Þetta er mjög gott fyrir okkur og við eigum mikla möguleika á því að komast áfram," sagði Bjarni Þór en íslenska liðið þarf að ná góðum úrslitum úr fyrri leiknum sem fer fram á Íslandi.
„Fyrri leikurinn er heima og það gæti skipt einhverju máli. Við verðum bara að ná því að spila svipaðan leik og á móti Þjóðverjunum og að sjálfsögðu að vinna leikinn, hvort sem það verður 1-0 eða 2-0. Við verðum síðan að spila eins og menn úti," sagði Bjarni Þór.
Bjarni Þór: Ég held að Skotarnir henti okkur bara mjög vel
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

„Við viljum meira“
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn


Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn


