Innlent

Eldgosið í rénun

MYND/Anton Brink

Fyrstu merki um að eldgosið á Fimmvörðuhálsi sé í rénun sjást nú. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að á síðustu tveimur dögum dreggið úr virkni um 20-25 prósent, mest frá miðnætti í nótt.

Einnig hefur verulega dregið úr skjálftavirkni og mælist nú um einn skjálfti á svæðinu á hverri klukkustund. Þegar gosið var í hámarki voru skjálftar um það bil einn á hverri mínútu.

GPS mælingar sýna einnig að fjallið sé byrjað að síga á ný og er það ótvírætt merki um gosið sé í rénum. Haraldur spáir því engu að síður að gostið geti staðið að minnsta kosti í viku, jafnvel einhverjar vikur enn í mesta lagi, frekar en mánuði.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.