Björgvin: Ég er ekki fullkominn 12. september 2010 10:49 Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var viðskiptaráðherra á árunum 2007-2009. Mynd/Anton Brink Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu afar alvarlega. Bréfið sendi Björgvin í júní eftir að Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sendi honum erindi um miðjan maí í tengslum við vinnu nefndarinnar. Björgvin segir að Ingibjörg Sólrún hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi hvorki verið boðaður á né látinn vita sérstaklega af. „Á þessum fundum voru bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, auk lykilmanna í stjórnkerfi efnahagsmála og sérfræðinga. Af fæstum þessara funda hafði ég pata fyrr en rannsókn bankahrunsins var hafin." Þá segir Björgvin: „Um sumar mikilvægar ákvaraðnir sem vörðuðu bankakerfið hafði ég, þó viðskiptaráðherra væri, ekki nokkra hugmynd fyrr en ég las um þær í skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Hann bætir við að samkvæmt hefð hefði Ingibjörg Sólrún, sem formaður Samfylkingarinnar, átt að upplýsa hann um stöðu mála sem hafi verið til umfjöllunar á umræddum fundum.Gat ekki forðað falli bankanna Björgvin segir að ekki hafi verið hægt að forða falli bankanna. „Rannsóknarnefndin telur því eftir ýtarlega og vandaða skoðun á aðdraganda bankahrunsins að einu og hálfu ári áður en ég tók við embætti viðskiptaráðherra hafi þróun þess verið komin fram yfir þann punkt að nokkur nokkur hugsanleg aðgerð af minni hálfu sem viðskiptaráðherraherra hefði getað komið í veg fyrir hrunið. Jafnvel þótt ég hefði að mati rannsóknarnefndarinnar gert allt eins og nefndin telur fræðilega best á kosið, þá hefði það ekki komið í veg fyrir hrun bankanna."Eldveggur milli FME og Seðlabankans Björgvin segir erfitt að lifa með ásökunum um vanrækslu. Hann segir auk þess að það hafi verið erfitt fyrir viðskiptaráðuneytið að skilja og greina þróun mála í aðdraganda hrunsins. „Ásakanir um vanrækslu tek ég mjög alvarlega og neita því ekki að mér þykir erfitt að lifa með þeim. Ég var valinn til að veita nýju og litlu ráðuneyti forystu, og vissulega var þinglegur bakgrunnur minn á öðrum sviðum. Í nýju ráðuneyti var stakkurinn ekki rúmt skorinn og eftir á að hyggja er ég í mínum huga heldur ekki í vafa á því að hinn lagalegi eldveggur milli ráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins skipti máli um möguleika ráðuneytisins til að skilja og greina þróunina, ekki síst eftir að skriðþunginn jókst."Lagði sig fram „Mér voru áreiðanlega mislagðar hendur í ýmsu. Enginn er fullkominn og það gildir ekki síður um mig en aðra. En í erfiðri stöðu lagði ég mig fram eins og ég gat best," segir Björgvin. Tengdar fréttir Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu afar alvarlega. Bréfið sendi Björgvin í júní eftir að Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sendi honum erindi um miðjan maí í tengslum við vinnu nefndarinnar. Björgvin segir að Ingibjörg Sólrún hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi hvorki verið boðaður á né látinn vita sérstaklega af. „Á þessum fundum voru bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, auk lykilmanna í stjórnkerfi efnahagsmála og sérfræðinga. Af fæstum þessara funda hafði ég pata fyrr en rannsókn bankahrunsins var hafin." Þá segir Björgvin: „Um sumar mikilvægar ákvaraðnir sem vörðuðu bankakerfið hafði ég, þó viðskiptaráðherra væri, ekki nokkra hugmynd fyrr en ég las um þær í skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Hann bætir við að samkvæmt hefð hefði Ingibjörg Sólrún, sem formaður Samfylkingarinnar, átt að upplýsa hann um stöðu mála sem hafi verið til umfjöllunar á umræddum fundum.Gat ekki forðað falli bankanna Björgvin segir að ekki hafi verið hægt að forða falli bankanna. „Rannsóknarnefndin telur því eftir ýtarlega og vandaða skoðun á aðdraganda bankahrunsins að einu og hálfu ári áður en ég tók við embætti viðskiptaráðherra hafi þróun þess verið komin fram yfir þann punkt að nokkur nokkur hugsanleg aðgerð af minni hálfu sem viðskiptaráðherraherra hefði getað komið í veg fyrir hrunið. Jafnvel þótt ég hefði að mati rannsóknarnefndarinnar gert allt eins og nefndin telur fræðilega best á kosið, þá hefði það ekki komið í veg fyrir hrun bankanna."Eldveggur milli FME og Seðlabankans Björgvin segir erfitt að lifa með ásökunum um vanrækslu. Hann segir auk þess að það hafi verið erfitt fyrir viðskiptaráðuneytið að skilja og greina þróun mála í aðdraganda hrunsins. „Ásakanir um vanrækslu tek ég mjög alvarlega og neita því ekki að mér þykir erfitt að lifa með þeim. Ég var valinn til að veita nýju og litlu ráðuneyti forystu, og vissulega var þinglegur bakgrunnur minn á öðrum sviðum. Í nýju ráðuneyti var stakkurinn ekki rúmt skorinn og eftir á að hyggja er ég í mínum huga heldur ekki í vafa á því að hinn lagalegi eldveggur milli ráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins skipti máli um möguleika ráðuneytisins til að skilja og greina þróunina, ekki síst eftir að skriðþunginn jókst."Lagði sig fram „Mér voru áreiðanlega mislagðar hendur í ýmsu. Enginn er fullkominn og það gildir ekki síður um mig en aðra. En í erfiðri stöðu lagði ég mig fram eins og ég gat best," segir Björgvin.
Tengdar fréttir Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21