Björgvin: Ég er ekki fullkominn 12. september 2010 10:49 Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var viðskiptaráðherra á árunum 2007-2009. Mynd/Anton Brink Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu afar alvarlega. Bréfið sendi Björgvin í júní eftir að Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sendi honum erindi um miðjan maí í tengslum við vinnu nefndarinnar. Björgvin segir að Ingibjörg Sólrún hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi hvorki verið boðaður á né látinn vita sérstaklega af. „Á þessum fundum voru bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, auk lykilmanna í stjórnkerfi efnahagsmála og sérfræðinga. Af fæstum þessara funda hafði ég pata fyrr en rannsókn bankahrunsins var hafin." Þá segir Björgvin: „Um sumar mikilvægar ákvaraðnir sem vörðuðu bankakerfið hafði ég, þó viðskiptaráðherra væri, ekki nokkra hugmynd fyrr en ég las um þær í skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Hann bætir við að samkvæmt hefð hefði Ingibjörg Sólrún, sem formaður Samfylkingarinnar, átt að upplýsa hann um stöðu mála sem hafi verið til umfjöllunar á umræddum fundum.Gat ekki forðað falli bankanna Björgvin segir að ekki hafi verið hægt að forða falli bankanna. „Rannsóknarnefndin telur því eftir ýtarlega og vandaða skoðun á aðdraganda bankahrunsins að einu og hálfu ári áður en ég tók við embætti viðskiptaráðherra hafi þróun þess verið komin fram yfir þann punkt að nokkur nokkur hugsanleg aðgerð af minni hálfu sem viðskiptaráðherraherra hefði getað komið í veg fyrir hrunið. Jafnvel þótt ég hefði að mati rannsóknarnefndarinnar gert allt eins og nefndin telur fræðilega best á kosið, þá hefði það ekki komið í veg fyrir hrun bankanna."Eldveggur milli FME og Seðlabankans Björgvin segir erfitt að lifa með ásökunum um vanrækslu. Hann segir auk þess að það hafi verið erfitt fyrir viðskiptaráðuneytið að skilja og greina þróun mála í aðdraganda hrunsins. „Ásakanir um vanrækslu tek ég mjög alvarlega og neita því ekki að mér þykir erfitt að lifa með þeim. Ég var valinn til að veita nýju og litlu ráðuneyti forystu, og vissulega var þinglegur bakgrunnur minn á öðrum sviðum. Í nýju ráðuneyti var stakkurinn ekki rúmt skorinn og eftir á að hyggja er ég í mínum huga heldur ekki í vafa á því að hinn lagalegi eldveggur milli ráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins skipti máli um möguleika ráðuneytisins til að skilja og greina þróunina, ekki síst eftir að skriðþunginn jókst."Lagði sig fram „Mér voru áreiðanlega mislagðar hendur í ýmsu. Enginn er fullkominn og það gildir ekki síður um mig en aðra. En í erfiðri stöðu lagði ég mig fram eins og ég gat best," segir Björgvin. Tengdar fréttir Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu afar alvarlega. Bréfið sendi Björgvin í júní eftir að Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sendi honum erindi um miðjan maí í tengslum við vinnu nefndarinnar. Björgvin segir að Ingibjörg Sólrún hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi hvorki verið boðaður á né látinn vita sérstaklega af. „Á þessum fundum voru bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, auk lykilmanna í stjórnkerfi efnahagsmála og sérfræðinga. Af fæstum þessara funda hafði ég pata fyrr en rannsókn bankahrunsins var hafin." Þá segir Björgvin: „Um sumar mikilvægar ákvaraðnir sem vörðuðu bankakerfið hafði ég, þó viðskiptaráðherra væri, ekki nokkra hugmynd fyrr en ég las um þær í skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Hann bætir við að samkvæmt hefð hefði Ingibjörg Sólrún, sem formaður Samfylkingarinnar, átt að upplýsa hann um stöðu mála sem hafi verið til umfjöllunar á umræddum fundum.Gat ekki forðað falli bankanna Björgvin segir að ekki hafi verið hægt að forða falli bankanna. „Rannsóknarnefndin telur því eftir ýtarlega og vandaða skoðun á aðdraganda bankahrunsins að einu og hálfu ári áður en ég tók við embætti viðskiptaráðherra hafi þróun þess verið komin fram yfir þann punkt að nokkur nokkur hugsanleg aðgerð af minni hálfu sem viðskiptaráðherraherra hefði getað komið í veg fyrir hrunið. Jafnvel þótt ég hefði að mati rannsóknarnefndarinnar gert allt eins og nefndin telur fræðilega best á kosið, þá hefði það ekki komið í veg fyrir hrun bankanna."Eldveggur milli FME og Seðlabankans Björgvin segir erfitt að lifa með ásökunum um vanrækslu. Hann segir auk þess að það hafi verið erfitt fyrir viðskiptaráðuneytið að skilja og greina þróun mála í aðdraganda hrunsins. „Ásakanir um vanrækslu tek ég mjög alvarlega og neita því ekki að mér þykir erfitt að lifa með þeim. Ég var valinn til að veita nýju og litlu ráðuneyti forystu, og vissulega var þinglegur bakgrunnur minn á öðrum sviðum. Í nýju ráðuneyti var stakkurinn ekki rúmt skorinn og eftir á að hyggja er ég í mínum huga heldur ekki í vafa á því að hinn lagalegi eldveggur milli ráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins skipti máli um möguleika ráðuneytisins til að skilja og greina þróunina, ekki síst eftir að skriðþunginn jókst."Lagði sig fram „Mér voru áreiðanlega mislagðar hendur í ýmsu. Enginn er fullkominn og það gildir ekki síður um mig en aðra. En í erfiðri stöðu lagði ég mig fram eins og ég gat best," segir Björgvin.
Tengdar fréttir Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21