Björgvin: Ég er ekki fullkominn 12. september 2010 10:49 Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var viðskiptaráðherra á árunum 2007-2009. Mynd/Anton Brink Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu afar alvarlega. Bréfið sendi Björgvin í júní eftir að Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sendi honum erindi um miðjan maí í tengslum við vinnu nefndarinnar. Björgvin segir að Ingibjörg Sólrún hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi hvorki verið boðaður á né látinn vita sérstaklega af. „Á þessum fundum voru bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, auk lykilmanna í stjórnkerfi efnahagsmála og sérfræðinga. Af fæstum þessara funda hafði ég pata fyrr en rannsókn bankahrunsins var hafin." Þá segir Björgvin: „Um sumar mikilvægar ákvaraðnir sem vörðuðu bankakerfið hafði ég, þó viðskiptaráðherra væri, ekki nokkra hugmynd fyrr en ég las um þær í skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Hann bætir við að samkvæmt hefð hefði Ingibjörg Sólrún, sem formaður Samfylkingarinnar, átt að upplýsa hann um stöðu mála sem hafi verið til umfjöllunar á umræddum fundum.Gat ekki forðað falli bankanna Björgvin segir að ekki hafi verið hægt að forða falli bankanna. „Rannsóknarnefndin telur því eftir ýtarlega og vandaða skoðun á aðdraganda bankahrunsins að einu og hálfu ári áður en ég tók við embætti viðskiptaráðherra hafi þróun þess verið komin fram yfir þann punkt að nokkur nokkur hugsanleg aðgerð af minni hálfu sem viðskiptaráðherraherra hefði getað komið í veg fyrir hrunið. Jafnvel þótt ég hefði að mati rannsóknarnefndarinnar gert allt eins og nefndin telur fræðilega best á kosið, þá hefði það ekki komið í veg fyrir hrun bankanna."Eldveggur milli FME og Seðlabankans Björgvin segir erfitt að lifa með ásökunum um vanrækslu. Hann segir auk þess að það hafi verið erfitt fyrir viðskiptaráðuneytið að skilja og greina þróun mála í aðdraganda hrunsins. „Ásakanir um vanrækslu tek ég mjög alvarlega og neita því ekki að mér þykir erfitt að lifa með þeim. Ég var valinn til að veita nýju og litlu ráðuneyti forystu, og vissulega var þinglegur bakgrunnur minn á öðrum sviðum. Í nýju ráðuneyti var stakkurinn ekki rúmt skorinn og eftir á að hyggja er ég í mínum huga heldur ekki í vafa á því að hinn lagalegi eldveggur milli ráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins skipti máli um möguleika ráðuneytisins til að skilja og greina þróunina, ekki síst eftir að skriðþunginn jókst."Lagði sig fram „Mér voru áreiðanlega mislagðar hendur í ýmsu. Enginn er fullkominn og það gildir ekki síður um mig en aðra. En í erfiðri stöðu lagði ég mig fram eins og ég gat best," segir Björgvin. Tengdar fréttir Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu afar alvarlega. Bréfið sendi Björgvin í júní eftir að Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, sendi honum erindi um miðjan maí í tengslum við vinnu nefndarinnar. Björgvin segir að Ingibjörg Sólrún hafi setið fjölmarga fundi um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi hvorki verið boðaður á né látinn vita sérstaklega af. „Á þessum fundum voru bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra, auk lykilmanna í stjórnkerfi efnahagsmála og sérfræðinga. Af fæstum þessara funda hafði ég pata fyrr en rannsókn bankahrunsins var hafin." Þá segir Björgvin: „Um sumar mikilvægar ákvaraðnir sem vörðuðu bankakerfið hafði ég, þó viðskiptaráðherra væri, ekki nokkra hugmynd fyrr en ég las um þær í skýrslu rannsóknarnefndarinnar." Hann bætir við að samkvæmt hefð hefði Ingibjörg Sólrún, sem formaður Samfylkingarinnar, átt að upplýsa hann um stöðu mála sem hafi verið til umfjöllunar á umræddum fundum.Gat ekki forðað falli bankanna Björgvin segir að ekki hafi verið hægt að forða falli bankanna. „Rannsóknarnefndin telur því eftir ýtarlega og vandaða skoðun á aðdraganda bankahrunsins að einu og hálfu ári áður en ég tók við embætti viðskiptaráðherra hafi þróun þess verið komin fram yfir þann punkt að nokkur nokkur hugsanleg aðgerð af minni hálfu sem viðskiptaráðherraherra hefði getað komið í veg fyrir hrunið. Jafnvel þótt ég hefði að mati rannsóknarnefndarinnar gert allt eins og nefndin telur fræðilega best á kosið, þá hefði það ekki komið í veg fyrir hrun bankanna."Eldveggur milli FME og Seðlabankans Björgvin segir erfitt að lifa með ásökunum um vanrækslu. Hann segir auk þess að það hafi verið erfitt fyrir viðskiptaráðuneytið að skilja og greina þróun mála í aðdraganda hrunsins. „Ásakanir um vanrækslu tek ég mjög alvarlega og neita því ekki að mér þykir erfitt að lifa með þeim. Ég var valinn til að veita nýju og litlu ráðuneyti forystu, og vissulega var þinglegur bakgrunnur minn á öðrum sviðum. Í nýju ráðuneyti var stakkurinn ekki rúmt skorinn og eftir á að hyggja er ég í mínum huga heldur ekki í vafa á því að hinn lagalegi eldveggur milli ráðuneytisins og Fjármálaeftirlitsins skipti máli um möguleika ráðuneytisins til að skilja og greina þróunina, ekki síst eftir að skriðþunginn jókst."Lagði sig fram „Mér voru áreiðanlega mislagðar hendur í ýmsu. Enginn er fullkominn og það gildir ekki síður um mig en aðra. En í erfiðri stöðu lagði ég mig fram eins og ég gat best," segir Björgvin.
Tengdar fréttir Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21