Fótbolti

Beckham fékk sér húðflúr á bringuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beckham er vel flúraður.
Beckham er vel flúraður.

David Beckham er ekki hættur að húðflúra líkama sinn þó svo plássið sé að verða af skornum skammti.

Beckham er nýbúinn að fá sér húðflúr á bringuna sem tók eina sex tíma að gera. Hann er ekki búinn að opinbera hvað hann fékk sér á bringuna en mun örugglega frumsýna húðflúrið við rétt tækifæri.

Beckham var að minnsta kosti með átján húðflúr fyrir.

Ekkert hefur heyrst af viðbrögðum eiginkonunnar við nýjasta flúrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×