Ekki stendur til að mismuna fólkinu 30. mars 2010 05:00 Stella K. víðisdóttir Forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hittu fulltrúa Fjölskylduhjálpar Íslands að máli í gær og fóru yfir mannréttindastefnu borgarinnar. Sérstaklega var rætt um að mismuna ekki fólki á grundvelli þjóðernis, í ljósi frétta um að Íslendingar nutu forgangs í síðustu matarúthlutun hjálparinnar. „Ásgerður útskýrði mál sitt og það stendur ekki til að beita svona vinnubrögðum, að mismuna fólki,“ segir Stella Víðisdóttir, sem er sviðsstjóri velferðarsviðs. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, segir ekkert nema gott um fundinn að segja: „Þau eru samstarfsfús og munu vonandi gera þetta á réttan hátt hér eftir.“ Eins og fram hefur komið í viðtali við framkvæmdastjóra Fjölskylduhjálparinnar hér í blaðinu nutu Íslendingar forgangs þegar matvælum var dreift til nauðstaddra á miðvikudag. Framkvæmdastjórinn, Ásgerður Jóna Flosadóttir, sagði þá að hún hefði tekið „alla Íslendingana fram fyrir“ og beðið útlendinga að bíða. Matthías Imsland, stjórnarformaður Fjölskylduhjálparinnar, var spurður hvort endurskoða þyrfti verklag Fjölskylduhjálparinnar. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér viðtalið við Ásgerði og telur um einhvern misskilning milli hennar og blaðamanns að ræða. „Menn spá ekkert í þjóðerni hjá Fjölskylduhjálpinni,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann Mæðrastyrksnefndar, en Hjálparstarf kirkjunnar hefur reglur sem banna mismunun á grundvelli þjóðernis. - kóþ Jórunn Frímannsdóttir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hittu fulltrúa Fjölskylduhjálpar Íslands að máli í gær og fóru yfir mannréttindastefnu borgarinnar. Sérstaklega var rætt um að mismuna ekki fólki á grundvelli þjóðernis, í ljósi frétta um að Íslendingar nutu forgangs í síðustu matarúthlutun hjálparinnar. „Ásgerður útskýrði mál sitt og það stendur ekki til að beita svona vinnubrögðum, að mismuna fólki,“ segir Stella Víðisdóttir, sem er sviðsstjóri velferðarsviðs. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, segir ekkert nema gott um fundinn að segja: „Þau eru samstarfsfús og munu vonandi gera þetta á réttan hátt hér eftir.“ Eins og fram hefur komið í viðtali við framkvæmdastjóra Fjölskylduhjálparinnar hér í blaðinu nutu Íslendingar forgangs þegar matvælum var dreift til nauðstaddra á miðvikudag. Framkvæmdastjórinn, Ásgerður Jóna Flosadóttir, sagði þá að hún hefði tekið „alla Íslendingana fram fyrir“ og beðið útlendinga að bíða. Matthías Imsland, stjórnarformaður Fjölskylduhjálparinnar, var spurður hvort endurskoða þyrfti verklag Fjölskylduhjálparinnar. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér viðtalið við Ásgerði og telur um einhvern misskilning milli hennar og blaðamanns að ræða. „Menn spá ekkert í þjóðerni hjá Fjölskylduhjálpinni,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann Mæðrastyrksnefndar, en Hjálparstarf kirkjunnar hefur reglur sem banna mismunun á grundvelli þjóðernis. - kóþ Jórunn Frímannsdóttir
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira