Eigum ekki að óttast EFTA-dómstólinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. ágúst 2010 18:30 Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hann segir að íslensk stjórnvöld eigi ekki að vera hrædd við að leggja ágreining um skyldu vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólinn. Lagaprófessor við Háskóla Íslands segir að íslensk stjórnvöld eigi ekki að óttast að láta EFTA-dómstólinn dæma í Icesave-málinu, en fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg niðurstaða af Íslendingar töpuðu málinu þar og vill frekar semja. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í fréttum okkar fyrir helgi að íslensk stjórnvöld hefðu engar ábendingar fengið á sínum tíma um að ekki hafi verið staðið rétt að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um innstæðutryggingar. Sem stendur undirbúa íslensk stjórnvöld skriflegt svar við bréfi ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, en stofnunin telur að íslenska ríkið beri lagalega ábyrgð á greiðslum til hollenskra og breskra sparifjáreigenda. Íslenska ríkið hefur frest fram í byrjun september til að svara áliti stofnunarinnar.)Ef ekkert samkomulag næst við Breta og Hollendinga og ESA fer málið fyrir EFTA-dómstólinn. Fjármálaráðherra sagði í fréttum okkar á föstudag aðspurður hvort það væri gott fyrir íslenska ríkið að fá ágreininginn um greiðsluskylduna leystan fyrir EFTA-dómstólnum: „Það væri allavega skelfilegt ef við töpuðum málinu og fengum á okkur samningsbrot dæmt og að öll skuldin væri gjaldfallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því. (...) Ég er enn þeirrar skoðunar að besta leiðin út úr þessu sé með sanngjörnu samkomulagi," sagði Steingrímur. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu, aðspurður um ummæli fjármálaráðherra, að íslensk stjórnvöld ættu ekki að óttast að leggja ágreining um skyldu íslenska ríkisins fyrir EFTA-dómstólinn. Engin ástæða væri til að ætla að að dómstóllinn væri ekki hlutlaus til að skera úr um ágreininginn. Því hefði íslenska ríkið engu að tapa að fá dómstólinn til að skera úr um lagaskylduna. Stefán sagði að það væri sín skoðun að tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar hefði verið innleidd réttilega hér á landi og að þar væri ekki getið um ríkisábyrgð á innstæðum. Tengdar fréttir Tekist á fram á síðustu stundu Tekist var á um það fram á síðustu stundu innan Evrópusambandsins áður en formlegar aðildarviðræður hófust við Íslendinga, hvort hefja ætti viðræðurnar án þess að niðurstaða hefði fengist í Icesave-deilunni. Utanríkisráðherra segir Íslendinga eiga öfluga bandamenn innan sambandsins og ekki muni slitna upp úr viðræðunum vegna Icesave. 22. ágúst 2010 12:57 Skelfilegt að tapa fyrir EFTA-dómstól Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. 21. ágúst 2010 18:34 Stefnt að Icesave samningaviðræðum með haustinu Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands hittast í næstu viku til að ræða Icesave málið. Þetta hefur danski viðskiptavefurinn epn.dk eftir ónafngreindum heimildarmanni úr íslensku stjórnsýslunni. Heimildarmaðurinn segir að samningaviðræður muni standa yfir í ágúst og í byrjun september. 13. ágúst 2010 20:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Lagaprófessor við Háskóla Íslands segir að íslensk stjórnvöld eigi ekki að óttast að láta EFTA-dómstólinn dæma í Icesave-málinu, en fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg niðurstaða af Íslendingar töpuðu málinu þar og vill frekar semja. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í fréttum okkar fyrir helgi að íslensk stjórnvöld hefðu engar ábendingar fengið á sínum tíma um að ekki hafi verið staðið rétt að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um innstæðutryggingar. Sem stendur undirbúa íslensk stjórnvöld skriflegt svar við bréfi ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, en stofnunin telur að íslenska ríkið beri lagalega ábyrgð á greiðslum til hollenskra og breskra sparifjáreigenda. Íslenska ríkið hefur frest fram í byrjun september til að svara áliti stofnunarinnar.)Ef ekkert samkomulag næst við Breta og Hollendinga og ESA fer málið fyrir EFTA-dómstólinn. Fjármálaráðherra sagði í fréttum okkar á föstudag aðspurður hvort það væri gott fyrir íslenska ríkið að fá ágreininginn um greiðsluskylduna leystan fyrir EFTA-dómstólnum: „Það væri allavega skelfilegt ef við töpuðum málinu og fengum á okkur samningsbrot dæmt og að öll skuldin væri gjaldfallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því. (...) Ég er enn þeirrar skoðunar að besta leiðin út úr þessu sé með sanngjörnu samkomulagi," sagði Steingrímur. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu, aðspurður um ummæli fjármálaráðherra, að íslensk stjórnvöld ættu ekki að óttast að leggja ágreining um skyldu íslenska ríkisins fyrir EFTA-dómstólinn. Engin ástæða væri til að ætla að að dómstóllinn væri ekki hlutlaus til að skera úr um ágreininginn. Því hefði íslenska ríkið engu að tapa að fá dómstólinn til að skera úr um lagaskylduna. Stefán sagði að það væri sín skoðun að tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar hefði verið innleidd réttilega hér á landi og að þar væri ekki getið um ríkisábyrgð á innstæðum.
Tengdar fréttir Tekist á fram á síðustu stundu Tekist var á um það fram á síðustu stundu innan Evrópusambandsins áður en formlegar aðildarviðræður hófust við Íslendinga, hvort hefja ætti viðræðurnar án þess að niðurstaða hefði fengist í Icesave-deilunni. Utanríkisráðherra segir Íslendinga eiga öfluga bandamenn innan sambandsins og ekki muni slitna upp úr viðræðunum vegna Icesave. 22. ágúst 2010 12:57 Skelfilegt að tapa fyrir EFTA-dómstól Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. 21. ágúst 2010 18:34 Stefnt að Icesave samningaviðræðum með haustinu Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands hittast í næstu viku til að ræða Icesave málið. Þetta hefur danski viðskiptavefurinn epn.dk eftir ónafngreindum heimildarmanni úr íslensku stjórnsýslunni. Heimildarmaðurinn segir að samningaviðræður muni standa yfir í ágúst og í byrjun september. 13. ágúst 2010 20:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Tekist á fram á síðustu stundu Tekist var á um það fram á síðustu stundu innan Evrópusambandsins áður en formlegar aðildarviðræður hófust við Íslendinga, hvort hefja ætti viðræðurnar án þess að niðurstaða hefði fengist í Icesave-deilunni. Utanríkisráðherra segir Íslendinga eiga öfluga bandamenn innan sambandsins og ekki muni slitna upp úr viðræðunum vegna Icesave. 22. ágúst 2010 12:57
Skelfilegt að tapa fyrir EFTA-dómstól Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. 21. ágúst 2010 18:34
Stefnt að Icesave samningaviðræðum með haustinu Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands hittast í næstu viku til að ræða Icesave málið. Þetta hefur danski viðskiptavefurinn epn.dk eftir ónafngreindum heimildarmanni úr íslensku stjórnsýslunni. Heimildarmaðurinn segir að samningaviðræður muni standa yfir í ágúst og í byrjun september. 13. ágúst 2010 20:31