Tekist á fram á síðustu stundu Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2010 12:57 Össur Skarphéðinsson. Tekist var á um það fram á síðustu stundu innan Evrópusambandsins áður en formlegar aðildarviðræður hófust við Íslendinga, hvort hefja ætti viðræðurnar án þess að niðurstaða hefði fengist í Icesave-deilunni. Utanríkisráðherra segir Íslendinga eiga öfluga bandamenn innan sambandsins og ekki muni slitna upp úr viðræðunum vegna Icesave. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir þann skilning ríkjandi innan Evrópusambandsins að Icesave-deila Íslendinga við Breta og Hollendinga sé aðskilið mál frá aðildarviðræðum Íslands við sambandið. En tekist hafi verið á um það innan Evrópusambandins skömmu fyrir ríkjaráðstefnu Íslands og sambandsins í lok júlí hvort hefja ætti alvöru viðræður við Íslendinga án niðurstöðu í Icesave. „Það er engin leynd sem hvílir yfir því að vikuna áður en ríkjaráðstefnan hófst voru harðar umræður innan Evrópusambandsins að hálfu nokkurra þjóða um hvort ætti að leyfa málinu að ganga svona langt. Niðurstaða í þeim umræðum náðist ekki fyrr en daginn áður en ég fór á minn fund með Evrópusambandinu," segir utanríkisráðherra. Það hafi hins vegar komið í ljós að Íslendingar ættu öflugan stuðning meðal margra aðildarríkja sambandsins. „Ekki bara hjá vinum og frændþjóðum og vinum í Eystrasaltinu, heldur líka hjá Spánverjum og Þjóðverjum. Þannig að það var þess vegna sem þetta tókst," segir Össur. Hins vegar hafi það sýnt sig í ferlinu að Bretar og Hollendingar hafi reynt að blanda saman Icesave-deilunni og aðildarviðræðunum og muni ef til vill reyna það áfram. „Ég er alveg sannfærður um að það er hægt að ljúka þessu ferli með sómasamlegum hætti án þess að Icesave trufli það þannig að samningaviðræður slitni á einhverju stigi. En það getur vel verið og ég er búinn undir það, að þetta geti fúnkerað eins og möl sem hent er í gangverkið. Þá verða menn bara að komast yfir það. Viðræðurnar munu ekki slitna á þessu," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Tekist var á um það fram á síðustu stundu innan Evrópusambandsins áður en formlegar aðildarviðræður hófust við Íslendinga, hvort hefja ætti viðræðurnar án þess að niðurstaða hefði fengist í Icesave-deilunni. Utanríkisráðherra segir Íslendinga eiga öfluga bandamenn innan sambandsins og ekki muni slitna upp úr viðræðunum vegna Icesave. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir þann skilning ríkjandi innan Evrópusambandsins að Icesave-deila Íslendinga við Breta og Hollendinga sé aðskilið mál frá aðildarviðræðum Íslands við sambandið. En tekist hafi verið á um það innan Evrópusambandins skömmu fyrir ríkjaráðstefnu Íslands og sambandsins í lok júlí hvort hefja ætti alvöru viðræður við Íslendinga án niðurstöðu í Icesave. „Það er engin leynd sem hvílir yfir því að vikuna áður en ríkjaráðstefnan hófst voru harðar umræður innan Evrópusambandsins að hálfu nokkurra þjóða um hvort ætti að leyfa málinu að ganga svona langt. Niðurstaða í þeim umræðum náðist ekki fyrr en daginn áður en ég fór á minn fund með Evrópusambandinu," segir utanríkisráðherra. Það hafi hins vegar komið í ljós að Íslendingar ættu öflugan stuðning meðal margra aðildarríkja sambandsins. „Ekki bara hjá vinum og frændþjóðum og vinum í Eystrasaltinu, heldur líka hjá Spánverjum og Þjóðverjum. Þannig að það var þess vegna sem þetta tókst," segir Össur. Hins vegar hafi það sýnt sig í ferlinu að Bretar og Hollendingar hafi reynt að blanda saman Icesave-deilunni og aðildarviðræðunum og muni ef til vill reyna það áfram. „Ég er alveg sannfærður um að það er hægt að ljúka þessu ferli með sómasamlegum hætti án þess að Icesave trufli það þannig að samningaviðræður slitni á einhverju stigi. En það getur vel verið og ég er búinn undir það, að þetta geti fúnkerað eins og möl sem hent er í gangverkið. Þá verða menn bara að komast yfir það. Viðræðurnar munu ekki slitna á þessu," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira