Innlent

Stefnt að Icesave samningaviðræðum með haustinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samningaviðræður vegna Icesave eru á næsta leyti. Mynd/ Vilhelm.
Samningaviðræður vegna Icesave eru á næsta leyti. Mynd/ Vilhelm.
Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands hittast í næstu viku til að ræða Icesave málið. Þetta hefur danski viðskiptavefurinn epn.dk eftir ónafngreindum heimildarmanni úr íslensku stjórnsýslunni. Heimildarmaðurinn segir að samningaviðræður muni standa yfir í ágúst og í byrjun september.

Eftir því sem Vísir kemst næst hafa nánast engar formlegar viðræður verið á milli Íslands og ríkjanna tveggja frá því að forseti Íslands synjaði Icesave lögunum staðfestingar í byrjun árs. Hins vegar hafa verið óformleg samskipti á milli ríkjanna að undanförnu.

Vísir hefur ekki fengið staðfest úr fjármálaráðuneytinu að samningaviðræður muni hefjast í næstu viku. Það hafi þó legið fyrir að formlegri samskipti yrðu tekin upp vegna málsins að loknum sumarleyfum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×