Sölvi Geir Ottesen var hetja FC Kaupmannahafnar sem tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
FCK vann í kvöld 1-0 sigur á Rosenborg frá Noregi í síðari viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sölvi Geir skoraði með skalla eftir langt innkast á 32. mínútu leiksins.
Rosenborg vann fyrri leikinn, 2-1, úrslitin því samanlögð 2-2. FCK komst áfram á útivallarmarki.
Félög sem komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fá háar upphæðir í sinn hlut og því ljóst að markið sem Sölvi skoraði í kvöld er eitt það dýrmætasta í sögu félagsins.
Alls fóru fimm leikir fram í umspilinu í kvöld. Zilina frá Slóvakíu vann 1-0 sigur á Sparta Prag frá Tékklandi og samanlagt 3-0.
Þá vann Auxerre frá Frakklandi 2-1 samanlagðar sigur á Zenit St. Pétursborg eftir 2-0 sigur á heimavelli í kvöld.
Ajax frá Hollandi er einnig komið áfram í riðlakeppnina eftir 2-1 sigur á Dynamo Kiev frá Úkraínu í kvöld og samanlagt, 3-2.
Eins og áður hefur verið greint frá vann Tottenham 6-3 samanlagðan sigur á Young Boys.