Kattafárið komið til Hafnarfjarðar: Villiköttur meig í stigagangi SB skrifar 16. júlí 2010 16:51 Þennan villikött handsamaði arkítektinn Jakob Líndal í Hafnarfirði. Íbúar í blokk í Hafnarfirði fengu óvænta heimsókn í gær þegar villiköttur hreiðraði um sig á efsta stigagangi blokkarinnar. Kötturinn vældi og hvæsti á íbúana sem lentu á vegg þegar þeir hringdu eftir hjálp. „Við byrjuðum á að hringja í Kattholt, þeir vísuðu okkur til heilbrigðisnefndar Kópavogs og Garðabæjar sem þeir sögðu með umdæmi hér í Hafnarfirði, þar var okkur vísað á áhaldahúsið í Hafnarfirði, og í áhaldahúsinu sögðu þeir venjuna að fólk hringdi bara í meindýraeyði," segir Birgir Svan Símonarson sem býr í blokkinni á Arnarhrauni. Birgir segist hafa séð villikött ráðast á mann þegar hann var barn að aldri. „Þegar ég var strákur vestur í bæ sá ég villikött ráðast á mann, hann beit í hönd hans og hékk á tönnunum og vildi ekki losna. Þessi dýr geta verið stórhættuleg og það er ágætt að vara fólk við því að reyna að tækla þetta sjálft." Vísir hefur fjallað um villikattavandamálið sem hingað til hefur einskorðast við Kópavoginn. Í fréttinni Kattafár á Kársnesinu sögðum við frá villiketti sem réðst á ófríska konu sem þurfti í kjölfarið að fá stífkrampasprautu. Í framhaldinu steig Jakob Líndal, arkitekt í Kópavogi, fram og sagði frá baráttu sinni við villikött sem hafði brotist inn á heimili hans meðan fjölskyldan var í sumarbústað. Jakob gagnrýndi kerfið og sagðist hafa lent í hringekju þegar hann hringdi eftir hjálp og var vísað á milli heilbrigðisfulltrúa, áhaldahúss og meindýraeyða. „Þetta er nú dálítið fyndið," segir Birgir. „Þarna er fólk sem situr á skrifstofum og bendir á hvort annað. Við þurftum náttúrlega að bera kostnað af þessu í blokkinni, kötturinn pissaði líka í stiganganginum, svo þetta er talsvert vesen að lenda í þessu." Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að hún myndi berjast fyrir samræmdum reglum um kattahald. „Ég vona að það verði pólitísk samstaða um þetta mál. Nú er bara að bretta upp ermar og keyra þetta mál í gegn. Ég mun hefja vinnu við það strax eftir helgi," sagði hún. Enn hefur ekkert bólað á þem reglum sem Guðríður lofaði. Tengdar fréttir Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2. júlí 2010 21:27 Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2. júlí 2010 21:04 Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Íbúar í blokk í Hafnarfirði fengu óvænta heimsókn í gær þegar villiköttur hreiðraði um sig á efsta stigagangi blokkarinnar. Kötturinn vældi og hvæsti á íbúana sem lentu á vegg þegar þeir hringdu eftir hjálp. „Við byrjuðum á að hringja í Kattholt, þeir vísuðu okkur til heilbrigðisnefndar Kópavogs og Garðabæjar sem þeir sögðu með umdæmi hér í Hafnarfirði, þar var okkur vísað á áhaldahúsið í Hafnarfirði, og í áhaldahúsinu sögðu þeir venjuna að fólk hringdi bara í meindýraeyði," segir Birgir Svan Símonarson sem býr í blokkinni á Arnarhrauni. Birgir segist hafa séð villikött ráðast á mann þegar hann var barn að aldri. „Þegar ég var strákur vestur í bæ sá ég villikött ráðast á mann, hann beit í hönd hans og hékk á tönnunum og vildi ekki losna. Þessi dýr geta verið stórhættuleg og það er ágætt að vara fólk við því að reyna að tækla þetta sjálft." Vísir hefur fjallað um villikattavandamálið sem hingað til hefur einskorðast við Kópavoginn. Í fréttinni Kattafár á Kársnesinu sögðum við frá villiketti sem réðst á ófríska konu sem þurfti í kjölfarið að fá stífkrampasprautu. Í framhaldinu steig Jakob Líndal, arkitekt í Kópavogi, fram og sagði frá baráttu sinni við villikött sem hafði brotist inn á heimili hans meðan fjölskyldan var í sumarbústað. Jakob gagnrýndi kerfið og sagðist hafa lent í hringekju þegar hann hringdi eftir hjálp og var vísað á milli heilbrigðisfulltrúa, áhaldahúss og meindýraeyða. „Þetta er nú dálítið fyndið," segir Birgir. „Þarna er fólk sem situr á skrifstofum og bendir á hvort annað. Við þurftum náttúrlega að bera kostnað af þessu í blokkinni, kötturinn pissaði líka í stiganganginum, svo þetta er talsvert vesen að lenda í þessu." Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að hún myndi berjast fyrir samræmdum reglum um kattahald. „Ég vona að það verði pólitísk samstaða um þetta mál. Nú er bara að bretta upp ermar og keyra þetta mál í gegn. Ég mun hefja vinnu við það strax eftir helgi," sagði hún. Enn hefur ekkert bólað á þem reglum sem Guðríður lofaði.
Tengdar fréttir Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2. júlí 2010 21:27 Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2. júlí 2010 21:04 Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2. júlí 2010 21:27
Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2. júlí 2010 21:04
Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16