Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Erla Hlynsdóttir skrifar 15. október 2010 15:19 Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, er ekki sammála mati sjálfstæðismanna Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varaformaður Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ámælisvert að Bjarni sitji fundinn þegar fulltrúar annarra lífsskoðunarfélaga og trúarhópa fengu ekki tækifæri til þess. „Það er með ólíkindum að mannréttindaráð sjálft skuli brjóta jafnræði samkvæmt Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar á svona grófan hátt. Hafa verður í huga að fulltrúar annarra trúar- og lífsskoðunarhópa höfðu ekki möguleika á að sitja fundinn. Hér um að ræða mál sem Siðmennt hefur margítrekað sent beiðni um til mannréttindaráðs og því um algjört vanhæfi að ræða að varaformaður Siðmenntar taki þátt í umfjöllun og afgreiðslu málsins á fundinum," segir Marta. Drögin voru lögð fram á fundi í mannréttindaráði 12. október af fulltrúum meirihluta mannréttindaráðs; fulltrúum Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var áætlað að vísa málinu áfram til umsagnar í öðrum ráðum. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar vegna athugasemda sjálfstæðismanna. Kosið var um vanhæfi Bjarna Jónssonar á fundinum. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu hann vanhæfan, tveir fulltrúar Besta flokksins og einn fulltrúi Samfylkingar taldi hann hæfan og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Bjarni sat einnig hjá við atkvæðagreiðsluna. Á ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta Í gagnbókun sem fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram segir: „Í mannréttindaráði situr fólk sem hefur ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Tillagan sem hér var lögð fram varðar ekki Siðmennt sérstaklega heldur alla trúar- og lífsskoðunarhópa." Fulltrúi Vinstri grænna lagði einnig fram bókun: „Fulltrúi VG telur sig ekki hafa nægar forsendur til að meta vanhæfi Bjarna Jónssonar til að fjalla um málið. Fulltrúi VG sér ekki að Siðmennt eigi beinna hagsmuna að gæta innan starfs með börnum á vegum borgarinnar þar sem félagið starfar ekki á þeim vettvangi." Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráð, segist hafa spurst sérstaklega fyrir um hæfi Bjarna á mannréttindaskrifstofu borgarinnar og telur að þar sem hann hafi enga fjárhagslega hagsmuni af afgreiðslu málsins teljist hann hæfur til að fjalla um það sem kjörinn fulltrúi Samfylkingarinnar. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi mannréttindaráðs þann 26. október. Tengdar fréttir Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varaformaður Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ámælisvert að Bjarni sitji fundinn þegar fulltrúar annarra lífsskoðunarfélaga og trúarhópa fengu ekki tækifæri til þess. „Það er með ólíkindum að mannréttindaráð sjálft skuli brjóta jafnræði samkvæmt Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar á svona grófan hátt. Hafa verður í huga að fulltrúar annarra trúar- og lífsskoðunarhópa höfðu ekki möguleika á að sitja fundinn. Hér um að ræða mál sem Siðmennt hefur margítrekað sent beiðni um til mannréttindaráðs og því um algjört vanhæfi að ræða að varaformaður Siðmenntar taki þátt í umfjöllun og afgreiðslu málsins á fundinum," segir Marta. Drögin voru lögð fram á fundi í mannréttindaráði 12. október af fulltrúum meirihluta mannréttindaráðs; fulltrúum Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var áætlað að vísa málinu áfram til umsagnar í öðrum ráðum. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar vegna athugasemda sjálfstæðismanna. Kosið var um vanhæfi Bjarna Jónssonar á fundinum. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu hann vanhæfan, tveir fulltrúar Besta flokksins og einn fulltrúi Samfylkingar taldi hann hæfan og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Bjarni sat einnig hjá við atkvæðagreiðsluna. Á ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta Í gagnbókun sem fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram segir: „Í mannréttindaráði situr fólk sem hefur ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Tillagan sem hér var lögð fram varðar ekki Siðmennt sérstaklega heldur alla trúar- og lífsskoðunarhópa." Fulltrúi Vinstri grænna lagði einnig fram bókun: „Fulltrúi VG telur sig ekki hafa nægar forsendur til að meta vanhæfi Bjarna Jónssonar til að fjalla um málið. Fulltrúi VG sér ekki að Siðmennt eigi beinna hagsmuna að gæta innan starfs með börnum á vegum borgarinnar þar sem félagið starfar ekki á þeim vettvangi." Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráð, segist hafa spurst sérstaklega fyrir um hæfi Bjarna á mannréttindaskrifstofu borgarinnar og telur að þar sem hann hafi enga fjárhagslega hagsmuni af afgreiðslu málsins teljist hann hæfur til að fjalla um það sem kjörinn fulltrúi Samfylkingarinnar. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi mannréttindaráðs þann 26. október.
Tengdar fréttir Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47