Segja mannréttindaráð brjóta á mannréttindum Erla Hlynsdóttir skrifar 15. október 2010 15:19 Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, er ekki sammála mati sjálfstæðismanna Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varaformaður Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ámælisvert að Bjarni sitji fundinn þegar fulltrúar annarra lífsskoðunarfélaga og trúarhópa fengu ekki tækifæri til þess. „Það er með ólíkindum að mannréttindaráð sjálft skuli brjóta jafnræði samkvæmt Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar á svona grófan hátt. Hafa verður í huga að fulltrúar annarra trúar- og lífsskoðunarhópa höfðu ekki möguleika á að sitja fundinn. Hér um að ræða mál sem Siðmennt hefur margítrekað sent beiðni um til mannréttindaráðs og því um algjört vanhæfi að ræða að varaformaður Siðmenntar taki þátt í umfjöllun og afgreiðslu málsins á fundinum," segir Marta. Drögin voru lögð fram á fundi í mannréttindaráði 12. október af fulltrúum meirihluta mannréttindaráðs; fulltrúum Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var áætlað að vísa málinu áfram til umsagnar í öðrum ráðum. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar vegna athugasemda sjálfstæðismanna. Kosið var um vanhæfi Bjarna Jónssonar á fundinum. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu hann vanhæfan, tveir fulltrúar Besta flokksins og einn fulltrúi Samfylkingar taldi hann hæfan og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Bjarni sat einnig hjá við atkvæðagreiðsluna. Á ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta Í gagnbókun sem fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram segir: „Í mannréttindaráði situr fólk sem hefur ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Tillagan sem hér var lögð fram varðar ekki Siðmennt sérstaklega heldur alla trúar- og lífsskoðunarhópa." Fulltrúi Vinstri grænna lagði einnig fram bókun: „Fulltrúi VG telur sig ekki hafa nægar forsendur til að meta vanhæfi Bjarna Jónssonar til að fjalla um málið. Fulltrúi VG sér ekki að Siðmennt eigi beinna hagsmuna að gæta innan starfs með börnum á vegum borgarinnar þar sem félagið starfar ekki á þeim vettvangi." Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráð, segist hafa spurst sérstaklega fyrir um hæfi Bjarna á mannréttindaskrifstofu borgarinnar og telur að þar sem hann hafi enga fjárhagslega hagsmuni af afgreiðslu málsins teljist hann hæfur til að fjalla um það sem kjörinn fulltrúi Samfylkingarinnar. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi mannréttindaráðs þann 26. október. Tengdar fréttir Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar telja meirihluta ráðsins hafa farið gegn mannréttindastefnu borgarinnar með því að gera ekki athugasemdir við að Bjarni Jónsson, annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar í ráðinu sem er einnig varaformaður Siðmenntar sæti síðasta fund. Á þeim fundi voru lögð fram drög að ályktum um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög og lífsskoðunarhópa. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ámælisvert að Bjarni sitji fundinn þegar fulltrúar annarra lífsskoðunarfélaga og trúarhópa fengu ekki tækifæri til þess. „Það er með ólíkindum að mannréttindaráð sjálft skuli brjóta jafnræði samkvæmt Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar á svona grófan hátt. Hafa verður í huga að fulltrúar annarra trúar- og lífsskoðunarhópa höfðu ekki möguleika á að sitja fundinn. Hér um að ræða mál sem Siðmennt hefur margítrekað sent beiðni um til mannréttindaráðs og því um algjört vanhæfi að ræða að varaformaður Siðmenntar taki þátt í umfjöllun og afgreiðslu málsins á fundinum," segir Marta. Drögin voru lögð fram á fundi í mannréttindaráði 12. október af fulltrúum meirihluta mannréttindaráðs; fulltrúum Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var áætlað að vísa málinu áfram til umsagnar í öðrum ráðum. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar vegna athugasemda sjálfstæðismanna. Kosið var um vanhæfi Bjarna Jónssonar á fundinum. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu hann vanhæfan, tveir fulltrúar Besta flokksins og einn fulltrúi Samfylkingar taldi hann hæfan og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Bjarni sat einnig hjá við atkvæðagreiðsluna. Á ekki fjárhagslegra hagsmuna að gæta Í gagnbókun sem fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram segir: „Í mannréttindaráði situr fólk sem hefur ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Tillagan sem hér var lögð fram varðar ekki Siðmennt sérstaklega heldur alla trúar- og lífsskoðunarhópa." Fulltrúi Vinstri grænna lagði einnig fram bókun: „Fulltrúi VG telur sig ekki hafa nægar forsendur til að meta vanhæfi Bjarna Jónssonar til að fjalla um málið. Fulltrúi VG sér ekki að Siðmennt eigi beinna hagsmuna að gæta innan starfs með börnum á vegum borgarinnar þar sem félagið starfar ekki á þeim vettvangi." Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráð, segist hafa spurst sérstaklega fyrir um hæfi Bjarna á mannréttindaskrifstofu borgarinnar og telur að þar sem hann hafi enga fjárhagslega hagsmuni af afgreiðslu málsins teljist hann hæfur til að fjalla um það sem kjörinn fulltrúi Samfylkingarinnar. Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi mannréttindaráðs þann 26. október.
Tengdar fréttir Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Trúboð presta í leikskólum bannað Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Í drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að fermingarfræðsla skuli fara fram utan skólatíma. Auk þess verða heimsóknir starfsmanna trúar- og lífsskoðunarfélaga á frístundaheimili, í leik- og grunnskóla óheimilar ef ályktunin verður samþykkt. 15. október 2010 14:47