Innlent

Jenis og Jóhanna í kokteilboði - Ræddu ekkert saman

Erla Hlynsdóttir skrifar
Jenis av Rana var gagnrýndur harðlega fyrir framkomu hans í garð Jóhönnu Sigurðardóttur og eiginkonu hennar
Jenis av Rana var gagnrýndur harðlega fyrir framkomu hans í garð Jóhönnu Sigurðardóttur og eiginkonu hennar Mynd: Klemens Ólafur Þrastarson

Færeyski þingmaðurinn Jenis av Rana og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mættu bæði í kokteilboð sem íslenska ríkisstjórnin hélt fyrir þá þingmenn sem sóttu þing Norðurlandaráðs. Jenis er Íslendingum helst kunnur fyrir að hafa neitað að sitja til borðs með Jóhönnu og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, þegar þær sóttu Færeyjar heim fyrir skömmu.Þó Jenis og Jóhanna hefðu bæði mætt í boðið ræddu þau ekkert saman, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Telja má líklegt að lítill áhugi hafi verið af beggja hálfu til að ræða málin en Jenis er yfirlýstur andstæðingur samkynhneigðra og þótti Jóhönnu framkoma hans við þær í Færeyjum til háborinnar skammar.Jenis var gagnrýndur harðlega fyrir hegðun sína og fordóma. Meðal þeim sem misbauð framkoma hans er danski þingmaðurinn Mogen Jensen. Hann skoraði opinberlega á þá sem sóttu þing Norðurlandaráðs að setjast ekki til borðs með Jenis nema hann hafi beðist afsökunar á framferði sínu. Þar sem um standandi kokteilboð var að ræða fer því engum sögum af því að neinn hafi neitað að sitja hjá Jenis þetta kvöldið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.