Enginn fer frá Liverpool í janúar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2010 20:30 Roy Hodgson. Nordic Photos / Getty Images Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir að félagið ætli ekki að selja neina leikmenn þegar að félagaskiptaglugginn opnar um áramótin. Fjöldi leikmanna hafa verið orðaðir við Liverpool í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Meðal þeirra má nefna Robert Huth hjá Stoke, Porto-manninn Jorge Fucile og Edin Dzeko, sóknarmanninn öfluga hjá Wolfsburg. Félagið hefur einnig sagt verið reiðubúið að selja þá Milan Jovanovic og Glen Johnson en Hodgson tekur fyrir það. „Við höfum rætt margar hugmyndir," sagði Hodgson í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Við ætlum ekki að losa okkur við leikmenn og það væri gott ef við gætum styrkt leikmannahópinn með 1-2 leikmönnum." „Við viljum fá leikmenn sem geta farið beint í byrjunarliðið. Slíkir leikmenn kosta pening og standa ekki alltaf til boða í janúar." „En ég get fullvissað stuðningsmenn um það að ég ræði þessi mál við Damien Comolli á hverjum degi. En við verðum að bíða og sjá hvað gerist." „Janúarglugginn er tími umboðsmanna og fjölmiðlamanna. Sonur minn fer í gegnum blöðin á hverjum degi og segir mér hvaða leikmenn eru sagðir á leið til okkar. Ég get í sannleika sagt að ég hef ekki einu sinni rætt um marga þeirra innan félagsins. Ég vil því segja stuðningsmönnum að fara varlega í að taka mark á þessum fréttum." Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Sjá meira
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir að félagið ætli ekki að selja neina leikmenn þegar að félagaskiptaglugginn opnar um áramótin. Fjöldi leikmanna hafa verið orðaðir við Liverpool í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Meðal þeirra má nefna Robert Huth hjá Stoke, Porto-manninn Jorge Fucile og Edin Dzeko, sóknarmanninn öfluga hjá Wolfsburg. Félagið hefur einnig sagt verið reiðubúið að selja þá Milan Jovanovic og Glen Johnson en Hodgson tekur fyrir það. „Við höfum rætt margar hugmyndir," sagði Hodgson í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Við ætlum ekki að losa okkur við leikmenn og það væri gott ef við gætum styrkt leikmannahópinn með 1-2 leikmönnum." „Við viljum fá leikmenn sem geta farið beint í byrjunarliðið. Slíkir leikmenn kosta pening og standa ekki alltaf til boða í janúar." „En ég get fullvissað stuðningsmenn um það að ég ræði þessi mál við Damien Comolli á hverjum degi. En við verðum að bíða og sjá hvað gerist." „Janúarglugginn er tími umboðsmanna og fjölmiðlamanna. Sonur minn fer í gegnum blöðin á hverjum degi og segir mér hvaða leikmenn eru sagðir á leið til okkar. Ég get í sannleika sagt að ég hef ekki einu sinni rætt um marga þeirra innan félagsins. Ég vil því segja stuðningsmönnum að fara varlega í að taka mark á þessum fréttum."
Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Sjá meira